Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Uppblástur, jarðavegsþreyta
Fréttir 2. október 2017

Uppblástur og jarðvegsþreyta vegna nauðræktunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, tappast um 24 milljarðar tonna af ræktunarjarðvegi á ári vegna uppblásturs. Auk þess sem mikið af ræktarlandi víða um heim þjáist af jarðvegsþreytu vegna nauðræktunar.

Þörf fyrir matvæli í heiminum á eftir að aukast í samræmi við fjölgun fólks í heiminum og þörfin fyrir ræktarland til matvælaframleiðslu af sömu ástæðu.

Hlýnun loftslags í heiminum hefur nú þegar leitt til hrörnunar landgæða víða í Afríku og eru Súdan og Chad dæmi um slík. Hrörnun landbúnaðarlands hefur einnig leitt til átaka og straums flóttamanna undan átökum, hungri og hörmungum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kallast Global Land Outlook segir að þegar landgæði rýrni fari fólk annaðhvort að berjast um gæðin sem eftir eru eða sæki annað í leit að betra lífi. Því er nauðsynlegt að tryggja landgæði á hverju svæði fyrir sig og endurhugsa hvernig landbúnaðarland er nýtt í dag.

Ekki er lengur hægt að nýta land með því að plægja það ár eftir ár og moka í það tilbúnum áburðar- og eiturefnum þar til jarðvegurinn er ónothæfur vegna nauðræktunar eins og víða er gert í dag. Brjóta síðan nýtt land og skilja það gamla eftir jarðvegsþreytt og rofið.

Í skýrslunni Global Land Outlook segir að í dag megi greina minnkandi uppskeru í 20% kornræktarlands, 19% graslendis, 16% beitilands og 16% hnignun skóga í heiminum.

Þar segir einnig að landbúnaður eins og hann er stundaður víða í heiminum í dag sé hann fær um að fæða börn jarðar en að hann geri það ekki til lengdar þar sem hann sé langt frá því að vera sjálfbær. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...