Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum
Fréttir 9. mars 2023

Unnsteinn Snorri hættir hjá Bændasamtökunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) og bóndi á Syðstu- Fossum í Andakíl, hefur sagt upp störfum sínum hjá samtökunum og mun hætta 31. maí næstkomandi.

Hann kom fyrst til starfa fyrir BÍ árið 2007 sem ráðunautur hjá Byggingaþjónustu landbúnaðarins. Starfaði svo um tíma hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) áður en hann hélt utan til Svíþjóðar til að starfa við vöruþróun hjá DeLaval um mitt ár 2011. Eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð sneri Unnsteinn heim og starfaði um skeið hjá RML, en tók svo við framkvæmdastjórastöðu hjá Landssamtökum sauðfjárbænda árið 2017.

Eftir breytingar á félagskerfi landbúnaðarins, með sameiningu búgreinafélaganna við BÍ sumarið 2021, hefur hann verið í fullu starfi fyrir samtökin.

Samhliða störfum sínum fyrir bændur stundar Unnsteinn sjálfur búskap á á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði.

„Við erum með hross og sauðfé, en búskapurinn telst nú ekki vera stór í sniðum. Ég ætla mér að einhverju leyti að fara og sinna búskapnum meira en er ekki búinn að setja markið á annað starf. Tíminn hjá BÍ hefur verið ákaflega góður en fyrir mig var einfaldlega kominn tími á breytingar. Mér finnst að þeir sem starfa við stefnumótun og eru leiðandi í svona samtökum eigi ekki endilega að vera mjög lengi. BÍ er að mínu mati á réttri leið eftir að hafa gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Við vorum að klára glæsilegt búgreinaþing sem sýnir að samtökin eru að ná réttum takti í þessu félagskerfi. Ég verð áfram til taks í þeim fjölmörgu verkefnum sem eru fram undan í starfinu og kveð samtökin mjög sáttur.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...