Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO
Fréttir 18. desember 2014

Unnið er að því að fá landnámskyn íslensks búfjár skráð á lista UNESCO

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að því að fá íslensku landnámskynin skráð á lista yfir íslenskar menningarerfðir hjá UNESCO.

Íslensku búfjárkynin eru þjóðargersemar, erfðaauðlindir sem búa yfir miklum fjölbreytileika sem ber að varðveita.

Það eru óáþreifanleg menningar­verðmæti í íslensku búfjárkynjunum sem tengjast verkkunnáttu og nýtingu land­búnaðarkynjanna, m.a. tegund náttúru Íslands. Hætta er talin á  að þetta glatist sé ekki stigið varlega til jarðar til framtíðar.

Ólafía Kristín Bjarnleifsdóttir, ein af talsmönnum þeirra sem vilja láta vernda kynin, segir unnið að umsókn til UNESCO hjá menningar- og menntamálaráðuneytinu „Málið er enn á frumstigi en langt í land með að vinnu við umsóknina sé lokið.“


Verndun kynjanna er mikilvæg vegna sjúkdómavarna, sérstaklega þar sem íslensk landbúnaðarkyn eru laus við fjölda sjúkdóma sem önnur lönd kljást við. Fjölbreytnin í erfðaefni er mikil og hér á landi hefur ekki orðið sú eyðing erfðaefnis sem þekkt er víðast hvar erlendis. Einangrun landsins og mikil varfærni gagnvart innflutningi á búfé og dýraafurðum hafa einnig skipt miklu máli.

Nýja-Sjáland er helsta út­­flutn­ings­land heims í kindakjöti og mjólkurvörum. Þar gilda mjög ströng skilyrði um innflutning dýra og plantna, nánast bann hvað við kemur búfé. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er unnið markvisst í landbúnaðarstofnun þeirra, FAO, við skráningu og aðgerðir til að stuðla að varðveislu erfðaefnis búfjár og nytjajurta um allan heim.

Glöggt dæmi um afleita þróun er á Indlandi, þar sem gömul nautgripakyn eiga í vök að verjast, kyn sem henta vel loftslagi og aðstæðum, samtals 37 að tölu. Mörg þeirra eru í útrýmingarhættu vegna innflutnings á erlendum kynjum frá Evrópu og Norður-Ameríku sem blandað er stjórnlaust við innlendu kynin. 

Skylt efni: Búfé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f