Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26.000 fuglar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. október 2022

Unnið að verndaráætlun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðitímabil rjúpu er frá 1. nóvember til 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags. Veiðar skulu hefjast á hádegi þá daga sem veiði er heimil og skal eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur. Unnið er að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.Á heimasíðu umhverfisráðuneytisins er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Samdráttur í rjúpnastofninum

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár. Biðlar umhverfisráðherra til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi. Slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Þá hvetur ráðherra veiðimenn til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Friðlönd fyrir rjúpu

Hjá Umhverfisstofnun er unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna.

Fyrir liggur tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð 2023.

Áætlunin mun einnig fjalla um gildi og hlutverk griðlanda við veiðistjórnun og mun framtíð griðlandsins á SV-landi koma þartil umfjöllunar og endurskoðunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur farið fram á að þeirri vinnu verður hraðað eins og hægt er og á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...