Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Deildarfundur alifuglabænda. F.v. Guðmundur Svavarsson, Jón Magnús Jónsson, Kristján Karl Gunnarsson, Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson.
Deildarfundur alifuglabænda. F.v. Guðmundur Svavarsson, Jón Magnús Jónsson, Kristján Karl Gunnarsson, Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson.
Mynd / sá
Fréttir 26. febrúar 2024

Unnið að hagsmunagæslu gagnvart Matvælastofnun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sitjandi aðalmenn í stjórn alifuglabænda gáfu allir kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir deildina á búgreinafundi sínum.

Eru það Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir ritari og Jón Magnús Jónsson meðstjórnandi. Nýr varamaður í stjórn er Ingvar Guðni Ingimundarson.

Fimm ályktanir og tillögur voru samþykktar á fundinum. Því er beint til stjórnar BÍ og Búnaðarþings að klára þá vinnu sem hafin var að breyttu kerfi við útreikning félagsgjalda og innleiðingu þess. Þá er stjórn BÍ hvött til að halda á lofti því verkefni að innleidd verði hjá MAST samskiptagátt og/eða kerfi sem haldi utan um skýrslur og önnur mál er varða kjúklingabændur. Einnig að stjórn BÍ og starfsmenn kanni og vinni að því að eftirlitsskýrslur MAST og myndir þeim tengdar séu ekki settar í hendur aðila annarra en er málið varði.

Sömuleiðis hvetur deild alifuglabænda BÍ og starfsmenn til að deildin fái úthlutað tengilið innan samtakanna sem haldi utan um mál deildarinnar og annað sem við kemur málefnum hennar. Að síðustu er því beint til stjórnar BÍ að komast að því hvaða gögn liggi fyrir þegar fluttar eru vörur inn til landsins sem vistvænar og/ eða lífrænar. Hver sé uppruni þeirra gagna því til staðfestingar og hver áreiðanleiki þeirra. Í skýrslu stjórnar kom fram að undanfarið hafi „... stjórn ásamt starfsmönnum BÍ unnið að hagsmunagæslu gagnvart MAST, en stofnunin hóf að senda bændum stjórnsýslusektarboð vegna þéttleika í húsum o.fl. Meint brot voru í sumum tilfellum meira en ársgömul og alls óvíst hvort málsmeðferð stofnunarinnar og stjórnsýsla gangi upp. Þá eru miklar efasemdir um að þær forsendur sem stofnunin gefur sér og verklag standist.

Stjórn deildarinnar, ásamt fulltrúum BÍ, áttu fund með starfsmönnum MAST í janúar og í framhaldi hefur lögfræðingur á vegum BÍ sent inn andmælabréf f.h. bænda. Hinn 12. febrúar 2024 barst bréf frá MAST þar sem andmæli kjúklingabænda eru samþykkt og boðaðar stjórnvaldsektir felldar niður með öllu.

Samtal á sér stað við stofnunina um það hvernig þessum málum verði best háttað til framtíðar þannig að reglur, túlkun þeirra og framkvæmd sé skilvirk og öllum ljós. Samhliða er í skoðun hvort þyngdarstuðull, sem notaður er til umreiknings á sláturþyngd yfir í lífþyngd sé eðlilegur, en hann getur haft veruleg áhrif á mögulegan þéttleika í eldishúsum. Málið er enn í vinnslu,“ segir í skýrslu stjórnar deildar alifuglabænda.

Skylt efni: alifuglabændur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...