Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Snoturt og snyrtilegt hús til fataskipta fyrir þá sem vilja bregða sér í sjóinn við Fell í Finnafirði.
Mynd / Reimar Sigurjónsson
Líf og starf 1. september 2023

Unnendur sjósunds boðnir velkomnir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Byggð hefur verið upp aðstaða til sjóbaða við bæinn Fell í Finnafirði.

Við vík í firðinum, skammt sunnan við Fell, hefur Reimar Sigurjónsson bóndi komið upp skýli til fataskipta auk þess að koma fyrir kari þar sem fólk getur skolað af sér eftir sjóbaðið.

„Aðgengi er gott fyrir þá sem vilja fara í sjóinn,“ segir Reimar. „Það eru ekki varasamir straumar þarna. Ég hef svo sem ekki yfirsýn yfir hversu aðstaðan er mikið notuð en eitthvað er nú skrifað í gesta- bókina.“ Reimar segir stíg niður að Skelinni, þ.e.a.s. skiptiaðstöðunni, gerðan úr rekavið, og stígur frá henni og langleiðina að víkinni hafi verið hellulagður með náttúruhellum og reki haldi við að neðanverðu. Svo sé gengið eftir gömlum vegi alveg niður í fjöruna. Kaðalhandrið sé með stígnum endilöngum. „Það er rennandi vatn að pallinum sem er við Skelina og fer það í gamlan sturtubotn, hugsað til þess að geta skolað sand af fótunum og mögulega einhverju fleiru,“ segir Reimar.

Ekkert gjald sé tekið fyrir notkun aðstöðunnar. Hann fékk styrk frá Brothættum byggðum til verkefnisins á grunni þess að auka við afþreyingu fyrir ferðamenn og fá þá til að staðnæmast meira en eina nótt á svæðinu.

Skelin er að miklu leyti byggð úr rekavið úr fjörunni. Reimar segi reka mjög mismunandi milli ára. „Sum ár rekur lítið og önnur nokkuð mikið,“ segir hann. „Ég fékk jafnframt styrk frá Brothættum byggðum til að gera mér aðstöðu til að framleiða vörur úr rekavið, t.d. ljós, borð, hillur og bara það sem mér dettur í hug og fólk getur líka beðið um eitthvað sérstakt og þá reyni ég að verða við því.

Ég er með stóra og mikla bandsög og fletti bolum í henni sem ég framleiði síðan vörur úr. Ég nota svo rekavið til að kynda hjá mér íbúðarhúsið að hluta. Hugmyndin er að gera mun meira af því. Þar fyrir utan eru flestar girðingar á jörðinni gerðar með rekaviðarstaurum,“ segir Fellsbóndi að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...