Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Mynd / Laura Sundholm
Líf og starf 29. ágúst 2022

Ungstirni á Norðurlandamóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ungir íslenskir knapar stóðu uppi sem sigurvegarar á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem fór fram á Álandseyjum um miðjan ágúst.

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði unnu til tvennra verðlauna.

Matthías Sigurðsson sigraði þar tölt ungmenna á gæðingnum Roða frá Garði en þeir nældu sé enn fremur í silfurverðlaun í fjórgangi. Hann bætti svo enn einni fjöður í hattinn þegar hann varð í 3. sæti í unglingaflokki gæðinga á Caruzo frá Torfunesi.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson sigraði ungmennaflokk gæðinga nokkuð örugglega á keppnishesti sínum, Lauk frá Varmalæk, sem hann flutti með sér til Álandseyja til þátttöku á mótinu.

Í flokki fullorðinna sigraði Leikur frá Lækjarmóti úrslit A-flokks gæðinga undir stjórn Helgu Unu Björnsdóttur. Helga hafði tekið við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem hafði komið tveimur gæðingum inn í úrslit, en hann reið sjálfur Eldjárni frá Skipaskaga sem endaði í 7. sæti.

Lið Svíþjóðar vann liðabikar mótsins sem stigahæsta þjóðin sem hlutu flest verðlaun mótsins. Danir voru einnig sigursælir í hringvallargreinum, unnu tölt, fjórgang ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f