Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Ungir holdanautgripir í vexti.
Ungir holdanautgripir í vexti.
Mynd / ál
Á faglegum nótum 11. febrúar 2025

Ungneyti með mestan vöxt á árinu 2024

Höfundur: Sigurður Kristjánsson er skýrsluhaldsfulltrúi og Guðmundur Jóhannesson er ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni fyrir árið 2024 voru birtar fyrir skömmu. Þar var birtur listi yfir gripi sem náðu mestum daglegum vexti á árinu og miðað við a.m.k. 450 daga aldur við slátrun.

Við nánari skoðun er ljóst að þessi aldursmörk eru ekki rétt með hliðsjón af því að með innblöndun Angus-gripa hefur vaxtarhraði aukist mikið. Þannig er orðið raunhæft að ná gripum í sláturstærð mun yngri en áður.

Í töflu 1 má sjá þau ungneyti sem náðu mestum daglegum vexti reiknuðum út frá fallþunga. Miðað er við að gripirnir séu aldursbilinu frá 365 daga til 900 daga við slátrun og reiknað er með 20 kg fallþunga við fæðingu. Í töflunni er að finna gripi sem hafa óþekktan bakgrunn en auðvitað segir það okkur lítið meira en að einhver gripur á viðkomandi búi náði góðum vexti. Það væri því alveg rökstyðjanlegt að birta ekki upplýsingar um þá gripi en að þessu sinni er þeim a.m.k. leyft að fljóta með.

Mestum eða hröðustum vexti ársins náði naut númer 2055 á Hálsi í Kjós. Þessi gripur var holdablendingur og eru skráð hlutföll 7% Galloway og 93% óvíst. Faðir er óþekktur og móðurfaðir sömuleiðis. Vöxtur þessa grips reiknast miðað við áðurnefndar forsendur 819,9 g/dag sem er geysigóður vöxtur.

Áfram gildir hið sama og áður hefur verið sagt að listar yfir þá gripi sem ná mestum vexti sýna vel hve holdablendingarnir skara fram úr, einkum og sér í lagi synir og afkomendur yngri Angus-nautanna frá einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti. Þær tölur sem við sjáum yfir vaxtarhraða gripanna sýna okkur og færa heim sanninn um að vel má ná gripum í góða sláturstærð við nálægt 14 mánaða aldur. Ekki þarf að fjölyrða um hve miklu minna fóður slíkir gripir hafa innbyrt yfir ævina en þeir sem eldri verða. Það hlýtur að auka hagkvæmni við framleiðslu nautakjöts svo um munar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...