Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greind hafa verið fjörutíu lykilatriði til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli á Norðurlöndum.
Greind hafa verið fjörutíu lykilatriði til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli á Norðurlöndum.
Mynd / Himmel S.
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðherrum byggðaþróunar og skipulagsmála þar sem þau birtu þeim tillögur til að auka aðdráttarafl landsbyggðarinnar fyrir ungt fólk.

Selma Dís Hauksdóttir.

Tillögurnar eru fjörutíu talsins og eru lykilaðgerðir til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli að því er fram kemur í tilkynningu frá Nordregio, rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem hélt utan um verkefni ungmennaráðsins.

Í tilkynningu segir að mörg sveitarfélög á landsbyggðinni búi við fólksfækkun vegna þess að ungt fólk flyst í burtu og snýr ekki aftur. „Það er algeng skoðun á meðal ungs fólks að til að ná árangri og eiga gott líf þurfi að flytja til borga eða stærri bæja, sem leiðir til þess að landsbyggðin verður vanmetin. Hins vegar fer áhuginn vaxandi á að breyta þessari þróun og sýna að landsbyggðin er í raun full af tækifærum,“ segir í tilkynningunni.

Meðal tillagna ungmennaráðsins er að bæta almenningssamgöngur, bjóða upp á fjölbreyttar lausnir í húsnæðismálum og efla tækifæri til menntunar í samræmi við atvinnulífið á svæðinu auk nýjunga í fjarvinnu. Ungmennin leggja einnig áherslu á þarfir fyrir opinber rými jafnt sem afþreyingu og viðburði sem sameina kynslóðir og hjálpar til við að skapa sterka samkennd í samfélaginu.

„Við trúum því að tillögurnar geti spilað hlutverk í að endurvekja líf í dreifbýlum samfélögum,“ segir Mari Wøien Meijer, sem leitt hefur verkefnið hjá Nordregio.

Haft er eftir Selmu Dís Hauksdóttur, sem var ein af íslensku fulltrúum ungmennaráðsins, að fjarvinna og aðrar stafrænar lausnir séu tilvaldar til að koma ungu fólki á landsbyggðinni inn á vinnumarkaðinn og gera þeim kleift að finna vinnu sem hæfir menntun þeirra. „Þar sem vinnumarkaðurinn á landsbyggðinni er nátengdur húsnæðismöguleikum er mikilvægt að vinna saman við húsnæðisþróun og tryggja tækifæri fyrir ungt fólk á landsbyggðinni,“ segir Selma.

Hægt er að lesa skýrslu norræna ungmennaráðsins á vefsíðu Nordregio.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...