Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa
Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands
Gamalt og gott 19. júní 2023

Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í júlílok árið 1968 greinir Dagblaðið Vísir frá því að á landbúnaðarsýningunni, þeirri stærstu sem þá yrði haldin hérlendis, verði m.a. keppt um verðlaunasæti í uppeldi kálfa. Segir í textanum:

„Tólf unglingar á Suðurlandi fengu sér kálfa, sem þeir tóku að sér að ala upp sjálfir, og mátti enginn annar koma þar nærri. Einn heltist úr lestinni, þar sem honum fannst kjánalegt að bursta og kemba kálfi. Krakkarnir ellefu munu koma með kálfa sína á landbúnaðarsýninguna í Laugardal og leiða þá í dómhring. Hæstu verðlaun eru 10.000 krónur. Tekið verður tillit til byggingarlags kálfanna, tamningar, framkomu unglings og dagbóka og skýrslna, sem börnin hafa fært um tamninguna af mikilli nákvæmni.“

Ekki kemur fram hvert ungmennanna hlaut verðlaunin, en sýningin, sem haldin var þann 9. ágúst í Laugardalnum, þótti gefa glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun landbúnaðar og þær framfarir sem orðið höfðu yfir þá áratugi frá því að sýningin var fyrst haldin.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...