Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra
Fréttir 8. október 2020

Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Samtök ungra bænda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. 

Í yfirlýsingingunni er vantrausti lýst á ráðherrra, vegna þess að af orðum hans megi ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á hans eigin málaflokki. 

Yfirlýsingin fer hér að neðan.

„Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristján Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. Landbúnaðarráðherra talaði þar niður til bænda með þeim hætti að vinna þeirra væri talin lífstíll og afkoma skipti litlu máli. Ber hann fyrir sig að það sé skoðun bænda en sýnir ekki skilning á að einmitt í því endurspeglast vandamálið, sem er að íslenskir bændur eru með hvað lökustu kjör innan OECD. Þar af leiðandi finna sig margir hverjir knúna til að sinna annarri vinnu utan bús til að framfleyta sér og sínum. Þannig líti atvinna þeirra sem bændur út fyrir að vera áhugamál og er það grafalvarlegt mál. Ungir bændur eru yfirleitt nýkomnir inn í stéttina með tilheyrandi skuldsetningu og er gríðarlega erfitt að ná endum saman ef að tekjur bænda eru ekki viðunandi.

Flestir velja sér starfsvettvang út frá áhugasviði og velja að mennta sig til að geta sinnt því starfi sem þeir kusu sér. Þeir sem kjósa að gerast bændur eru þar engin undantekning. Það þýðir alls ekki að starfið sé áhugamál, frekar en önnur störf.

Samtök ungra bænda lýsa hér með vantrausti á landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Af orðum hans má ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á sínum eigin málaflokki á ný og viðurkenningu á bágum kjörum bænda sem gerir hann varla starfi sínu vaxinn.

Samtökin skora á stjórnvöld að aðskilja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og gera þær breytingar sem þarf til að efla landbúnaðarráðuneytið. Það hefur sýnt sig fram að þessu að sjávarútvegur og landbúnaður fara ekki saman undir stjórn eins ráðherra. Eins og staðan er í dag er landbúnaðurinn einungis í einni skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu og því ber að breyta. Landbúnaðurinn er ein af grunnstoðum þjóðarinnar. Hann skapar fleiri þúsund störf ásamt því að halda byggð í landinu öllu.

-     Stjórn Samtaka ungra bænda“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f