Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og falleg áferð.
Stærðir: 3 (6/9) 12/18 mánaða
- Yfirvídd: ca. 46 (52) 59 cm.
- Sídd: ca. 25 (28) 32 cm.
Garn: No. 3 Organic Wool + Nettles frá ONIONKnit (fæst í Handverkskúnst) - 2 (2) 3 dokkur, litur á mynd laks nr 04.
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 60 cm nr 3 og 3½.
Prjónfesta: 24 lykkjur x 30 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 3½ = 10 x 10 cm.
Tölur: 5 (6) 6 stykki
Skammstafanir: L = lykkja/lykkjur / sl = slétt / br = brugðið / sm = samman / PM = prjónamerki / * * = markar endurtekningu / Klykkja-sl = prjónið kantlykkjur slétt / út-V = útaukning vinstri halli / út-H = útaukning hægri halli / 2 snúið sl sm = prjónið 2L saman í aftari lykkjubogann. Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Það eru prjónaðar 4 kantlykkjur slétt í upphafi og enda allra umferða.
Hnappagöt: Prjónið 1. hnappagat í byrjun umferðar 5 og síðan í 20. hverri umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, sláið bandið um prjóninn.
Berustykki: Fitjið upp 69 (73) 77 lykkjur á hringprjón nr 3 (prjónið fram og til baka). Umferð 1: 4 Kantl-sl-, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Umferð 2-6: 4 Kantl-sl, prjónið lykkjur eins og þær koma fyrir í stroffi, þar til 5L eru eftir af umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl. Skiptið yfir á hringprjón nr 3½ og prjónið mynstur þannig:.
Umferð 1 og allar umferðir frá röngu: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð, 4 Kantl-sl.
Umferð 2 og allar umferðir frá réttu: 4 Kantl-sl, prjónið skamkvæmt mynsturteikningu (ath: mynsturteikning sýnir bara umferðir frá réttu). Endurtakið mynstur 15 (16) 17 sinnum í umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl (= 159 (169) 179 lykkjur þegar mynstri er lokið).
Endið á umferð frá röngu og setjið inn PM þannig: prjónið 22 (24) 26 L br, setjið PM (framstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið 43 (47) 51 L br, setjið PM (bakstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið síðustu 22 (24) 26 L br, seinni helmingur á framstykki. Prjónið áfram fram og til baka slétt prjón með 4 Kantl-sl eins og áður og munið eftir hnappagötum.
Laskaútaukning: umferð 1: prjónið slétt þar til 1L er að PM, út-H, 1 sl, *1 sl, út-V, prjónið slétt þar til 1L er að næsta PM, út-H, 1 sl* (endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar), 1 sl, út-V, prjónið slétt út umferð.
Umferð 2: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4L eru eftir af umferð, prjónið Kantl-sl. Endurtakið þessar 2 umferðir alls 3 (4) 6 sinnum (= 183 (201) 227 lykkjur).
Skipting bols og erma: Prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir bakstykki 49 (55) 63 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L (= 115 (127) 143 L). Prjónið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 11 (13) 16 cm frá skiptingu bols og erma, endið á umferð frá röngu. Mundu eftir hnappagötum. Skiftið yfir á hringprjón nr 3 og prjónið stroff: 4 Kantl-sl, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Prjónið alls 10 (12) 14 umferðir stroff. Setjið síðasta hnappagat í 4. síðustu umferð á stroffi. Fellið af í stroffprjóni.
Ermar: Færið ermalykkjurnar yfir á sokkaprjóna nr 3½, takið upp/ prjónið upp 8L undir hendi (= 50 (53) 58 L). Prjónið í hring slétt prjón og fækkið í 4. umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umferð, 2 snúið sl sm, 1 sl. Fækkið lykkjum þannig í 4. hverri umferð alls 3 sinnum (= 44 (47) 52 L). Prjónið áfram án úrtaka þar til ermin mælist 11 (13) 15 cm. Fækkið um 6 (7) 8 L jafnt yfir í síðustu umferð (= 38 (40) 44 m). Skiftið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff 10 (12) 14 umferðir. Fellið af í stroffprjóni.
Frágangur: saumið tölur í peysuna, gangið frá endum. Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni og leggið í mál til þerris.


