Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hlaupaæfing í fjörunni
Hlaupaæfing í fjörunni
Mynd / Rakel Steinarsdóttir
Fréttir 27. júní 2022

Ungamamman á Ökrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rakel Steinarsdóttir, ábúandi og ungamamma á Suðurbænum Ökrum á Mýrum, er að reyna fyrir sér með uppeldi á æðarungum sem hún klekur úr eggjum í útungunarvél.

Snyrting í fjörunni og snattast í kringum Rakel Steinarsdóttir ungamömmu.

Hugmyndin er að koma upp æðavarpi í kringum hús Rakelar eða á landskikka sem liggur við sjó.

„Ég fékk egg hjá bændum í nágreni við mig og það hefur gengið vonum framar að unga þeim út og ég er kominn með 35 unga í garðinn og þeim á eftir að fjölga ef allt gengur að óskum.“

Útungunarvélin er í forstofunni hjá Rakel og eftir að ungarnir klekjast út sér hún um uppeldið.

„Ég fer með unganna í göngutúr niður að sjó þar sem ég leyfi þeim að synda og svo gef ég þeim að borða þannig að ég hef gengið þeim í móðurstað og það er ótrúlegt hvað ungarnir eru ólíkir innbirgðs og hver og einn hefur sinn sérstaka karakter.

Rakel segir ótrúlegt að sjá hvað köfun er innbyggð í eðli unganna.

Rakel segir að sem stendur hafi hún ekki aðgang að öðru landi undir varpið en garðinn í kringum íbúðarhúsið sitt. „Ég er að leita að hentugu svæði fyrir varpið í framtíðinni og vil gjarnan heyra í hverjum þeim sem gæti aðstoðað mig í að finna hentugan skika við sjó.“

Að sögn Rakelar venjast ungarnir á ákveðið heimasvæði í sumar og í haust fara þeir út á sjó með öðrum æðarfuglahópum. „Vonandi skila sumir þeirra sér aftur heim næsta vor. Fuglarnir verða kynþroska á öðru eða þriðja ári og ég geri ráð fyrir að unga úr fleiri eggjum á næsta og þar næsta ári til að byggja um varpstofn.

Að þeim tíma liðnum geri ég mér svo vonir um að einhverjir fugla geri sér hreiður annað hvort í garðinum hjá mér eða á skika sem mér áskotnast.“

14 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...