Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Mynd / aðsend
Menning 21. október 2024

Undirliggjandi minni

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.

Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.

Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...