Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Áformað er að dagsframleiðsla á tómötum verði 13 tonn árið 2025.
Fréttir 1. febrúar 2024

Undirbúningur gengur vel fyrir risagarðyrkjustöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsvinna gengur vel fyrir verkefni Landnýtingar, sem felst í því að reisa risagarðyrkjustöð á iðnaðarsvæði í Árnesi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Frá þessum áformum var greint hér í blaðinu í byrjun september, þar sem fram kom að fyrsta fasa ætti að vera lokið strax á næsta ári og að heildarframleiðslan yrði þá um 13 tonn af tómötum á dag en gert var ráð fyrir að stöðin stæði þá á sex hektara landi. Fullbúin myndi stöðin ná yfir 26 hektara og skila 56 tonna tómataframleiðslu dag hvern sem vonir standa til að verði árið 2027.

Samkomulag um 30 ha land

Að sögn Óttars Makuch, framkvæmdastjóra Landnýtingar, miðar verkefninu vel áfram og fjármögnun gengur vel. Hann segir að þegar fjármögnun verði lokið, hefjist framkvæmdir.

Í upphaflegum áformum var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast strax á þessu ári, ef allt gengi samkvæmt áætlun.

Samkomulag var undirritað í lok ágúst við Sveitarfélagið Skeiða- og
Gnúpverjahrepp um uppbyggingu á garðyrkjustöðinni, en í því er Landnýtingu tryggðir 30 hektara lands á svæðinu og gildir það í 12 mánuði. Á því tímabili skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta
lóðinni eða svæðinu ekki til annarra aðila. Stefnt er að því að á þessum tíma verði undirritaður skuldbindandi samningur um skipulagsvinnuna fram undan, úthlutun lóða og verkefnið í heild til framtíðar.

Engin ljósmengun

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að samkvæmt hans upplýsingum gangi vinna við að tryggja fjármögnun verkefnisins vel.

„Ég fór með forsvarsmönnum Landnýtingar til Hollands í nóvember að skoða hús og framleiðslu eins og stefnt er að að reisa hjá okkur og var ferðin mjög áhugaverð.

Búnaðurinn í gróðurhúsunum kemur algjörlega í veg fyrir ljósmengun frá húsunum sem er eini þátturinn sem við höfðum áhyggjur af,“ segir sveitarstjórinn.

Hann telur ljóst að allar forsendur séu fyrir því að byggja upp slíka framleiðslu á Íslandi á stórum skala og hefur fulla trú á að verkefnið raungerist og uppbyggingin hefjist á þessu eða næsta ári. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f