Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Undirbúningur að dýralæknanámi
Á faglegum nótum 28. nóvember 2024

Undirbúningur að dýralæknanámi

Höfundur: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði (Keldur) heimsóttu Lífvísindaháskólann í Varsjá (SGGW) í maí sl. til þess að ræða möguleikann á samstarfi um dýralæknanám og skoða aðstöðuna hjá SGGW.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir

Niðurstaða fundarins var mjög jákvæð og er mikill áhugi á því að koma formlegu samstarfi á fót. SGGW hefur um langt skeið boðið upp á dýralæknanám sem kennt er annars vegar á pólsku og hins vegar alþjóðlegt nám sem kennt er á ensku. Hugmyndin er að tvö fyrstu árin verði kennd á Íslandi en síðan fari nemendur til SGGW í þrjú ár. Einnig yrði boðið upp á verklegan hluta á síðari hluta námsins á Íslandi, m.a. að starfa með dýralækni í praksís, í sláturhúsum, matvælafyrirtækjum og fleira sem krafist er í náminu.

Í dag eru rúmlega 60 íslenskir nemendur í dýralæknanámi erlendis. Sumir þeirra hafa tekið búvísindanám við LbhÍ, líffræðinám við HÍ eða annað nám áður en þeir hefja dýralæknanám erlendis. Eins og staðan er í dag er enginn formlegur samningur til staðar við háskóla erlendis og nýverið varð breyting hjá háskólanum í Slóvakíu, sem margir Íslendingar menntaðir í búvísindum hafa farið til í dýralæknanám, sem gerir þá leið óaðgengilegri.

Meðal þess sem hefur staðið fornámi fyrir þrifum hér á landi eru þau forklínísku fög sem krefjast sérmenntaðra sérfræðinga til kennslu, auk nægilegs fjölda og fjölbreytileika tilfella (til dæmis sértæk meinafræði). Ströng inntökuskilyrði verða í námið en með því að bjóða upp á staðnám hérlendis verður hægt að tryggja þéttan hóp nemenda sem síðan héldi saman til SGGW og hefðu stuðning hvert af öðru. Námið hér á landi myndi jafnframt tengja hópinn vel við landbúnað og dýraheilbrigðisrannsóknir hér á landi sem nýtist í framtíðarstörfum þeirra sem dýralæknar. Samhliða myndi þekking og aðstaða til rannsókna og tilrauna eflast hérlendis, sem og alþjóðlegt samstarf á þessu sviði. Þá styður dýralæknanám hérlendis við önnur skyld svið, s.s. dýravelferð, matvælaframleiðslu, líffræði, líftækni og umhverfisfræði.

Næstu skref eru að framkvæma fýsileikakönnun, gera áætlun um þá aðstöðu sem þyrfti að koma upp við LbhÍ og kanna hvaða námskeið eru þegar í boði við háskóla á Íslandi sem væri hægt að nýta, með breytingum þegar þörf væri á. Mikilvægt er að tryggja að fagmenntað fólk komi að kennslu, en SGGW gerir kröfu um að dýralæknamenntað fólk standi fyrir þeim námsgreinum sem hér yrðu kenndar. Þetta er einnig krafa úttektaraðila á vegum ESB sem taka út og faggilda dýralæknanám.

LbhÍ og SGGW eru báðir í evrópsku samstarfsneti lífvísindaháskóla, UNIgreen, ásamt sex öðrum háskólum á Spáni, Portúgal, Ítalíu, Búlgaríu, Belgíu og Frakklandi. Samstarf þessara háskóla hófst í byrjun árs 2023 og hefur verið afar farsælt. Það hefur þegar leitt af sér samstarf um doktorsnám fimm þessara háskóla þar sem LbhÍ tekur þátt. Samstarf um dýralæknanám yrði enn ein rósin í hnappagatið fyrir UNIgreen samstarfið. Það er mikill hugur í samstarfsaðilum og allir ákveðnir að leggja sitt af mörkum til að ná þeim árangri sem að er stefnt.

Skylt efni: dýralæknar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...