Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu
Mynd / Húnahorn
Fréttir 3. september 2020

Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Veittar hafa verið undanþágur frá almennum fjöldatakmörkunum í landinu, vegna réttastarfa fyrir Undirfellsrétt og Auðkúlurétt í Austur-Húnavatnssýslu. 

Réttað verður á morgun og á laugardaginn í Undirfellsrétti og hefur verið veitt undanþága þannig að 150 geti starfað við réttina báða dagana. Í Auðkúlurétt verður réttað á laugardaginn og hefur fengist undanþága fyrir 175 starfsmenn við réttina. Aðgöngumiðar hafa verið sendir til fjáreigenda.

Vefur Húnahorns greinir frá þessu. 

„Undanþágurnar eru háðar skilyrðum, s.s. að haldinn sé listi yfir einstaklinga sem koma í réttina, að upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir og tveggja metra regluna séu sýnilegar, að handspritt og handþvottaaðstaða sé til staðar, að talning inn og út af svæðinu sé skilvirk og að ábyrgðarmaður réttarstafa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi. Sjá nánar fleiri skilyrði á vef Húnavatnshrepps.

Enginn má koma í Undirfellsrétt eða Auðkúlurétt nema viðkomandi hafi aðgöngumiða. Aðilar sem eru að flytja fé úr réttum er óheimilt að fara inn í réttir og aðstöðuhús. Þá eru þeir starfsmenn sem koma til rétta beðnir um að ganga um þá dilka sem þeim hefur verið úthluta, inn í réttina,“ segir í umfjöllun Húnahorns.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f