Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM
Fréttir 27. apríl 2015

Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að samtökin líti svo á að með þessu hafi verið brugðist við þeim alvarlega dýravelferðarvanda sem kominn var upp í alifuglaræktinni, þar sem slátrun verður að fara fram jafnt og þétt. Sé það ekki gert verður á skömmum tíma of þröngt í eldishúsum fuglanna, sjúkdómahætta eykst verulega og almennri velferð dýranna er hætta búin.  Sambærileg staða kemur upp í svínarækt strax í þessari viku, en engar undanþágur hafa verið veittar í þeirri grein. Frá upphafi verkfalls hafa sláturleyfishafar sótt um undanþágur á grundvelli dýravelferðar, eins og skýrt kemur fram i umsóknum sem liggja fyrir hjá Matvælastofnun.

En þó svo að undanþága sé veitt fyrir slátrun má ekki að svo stöddu setja vörurnar á markað heldur eingöngu í frystingu. Slátrun án markaðssetningar þýðir að bændur fá ekki greitt fyrir afurðir sínar. Slíkt leiðir fljótt til mikils vanda í rekstri búanna og veldur þeim verulegu og óafturkræfu tjóni, hvern einasta dag sem verkfallið stendur.

Bændasamtökin leggja því þunga áherslu á að deiluaðilar gangi til samninga sem allra fyrst. Vandinn vex með hverjum deginum sem verkfallið stendur og getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir íslenskan landbúnað ef það dregst á langinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...