Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri .
Fréttir 8. febrúar 2018

Umræðan einkennist af upphlaupum og upphrópunum sem eru hreint kjaftæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þröstur Eysteinsson skógræktar­stjóri er ómyrkur í máli um umræðuna um kolefnisbindingu í viðtali í Bændablaðinu í dag. Segir hann mikið talað um þessi mál en minna sé um framkvæmdir.

„Að mínu mati er þetta þvert á alla umræðu um loftslagsmál og yfirlýsingar um nauðsyn og skyldu okkar til að binda CO2 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Það er mikið talað um loftlagsmálin en lítið sem ekkert verið gert í að auka CO2 bindingu hér á landi, hvorki með skógrækt né öðru.

Tökum sem dæmi umræðuna um endurheimt votlendis sem hefur farið mjög hátt undanfarið. Framlög til málaflokksins sem fara í gegnum Landgræðsluna voru á síðasta ári 20 milljónir og ekki hægt að gera mikið fyrir þá upphæð.“

Endurheimt votlendis eða skógrækt

„Talsverð umræða hefur verið um hvort sé betra þegar kemur að bókhaldinu í sambandi við kolefnisjöfnun að endurheimta votlendi með því að fylla upp í skurði eða taka landið undir skógrækt.“
Þröstur segir að hann líti ekki svo á að þetta tvennt sé í samkeppni. „Hitt er svo annað mál að ég tel að umræðan þurfi að komast á skynsamlegri nótur en hún hefur stundum verið. Ef við ætlum að nota LULUCF flokkinn í loftslagssamningnum, það er að segja Landnotkun og breytingar á landnotkun og skógrækt, þá þarf að skapast um það rétt og eðlileg umræða, sem því miður hefur á köflum ekki verið.“

Stokkið á loftslagsmálin

„Umræðan hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Allir stökkva á eitthvað sem er í tísku en ekki hitt. Eiginlega klassísk íslensk umræða sem felst í kjaftagangi fram og til baka þar sem hinir og þessir, sem hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu, segja eitt og annað og talandi í kross, misskiljandi hver annan og stundum viljandi, sem sagt umræða sem er ekki að skila neinu og er hreint kjaftæði.

Kolefni í formi sitkagrenis og í formi mýrar í Svartagilshvammi í Haukadal. 

Staðan er sú að hugsanlega gæti skógrækt skilað betri árangri þegar kemur að kolefnisjöfnun en endurheimt votlendis, sem er þó hugsanlega ódýrari aðgerð, en við hreinlega vitum það ekki vegna þess að við höfum ekki samanburðinn.

Hins vegar er það mín skoðun að við eigum að nota allar mögulegar leiðir til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu, skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og breytingar á hvernig við notum land til beitar búfjár. Við eigum að vinna saman að þessu öllu,“ segir Þröstur.

–Sjá viðtal á blaðsíðu 24-25 og grein um framlög á fjárlögum blaðsiðu 26 í Bændablaðinu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...