Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefán Már Símonarson.
Stefán Már Símonarson.
Fréttir 29. mars 2022

Umræða um aðföng mikilvæg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Formaður Félags eggjabænda segir að umræða um aðföng í landbúnaði sé mikilvægasta um­ræð­u­efnið á Búnaðarþingi að þessu sinni. Því ef aðföng hækki muni matvælaverð hækka í kjölfarið.


Fulltrúar deilda eggjabænda á Búnaðarþingi 2022 verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.
Að sögn Stefáns, sem jafnframt er formaður Félags eggjabænda, munu eggjabændur ekki leggja fram neina formlega tillögu á þinginu.

Hafa áhyggjur af afleiðingum stríðsins í Úkraínu

„Því er samt ekki að neita að við hjá deild eggjabænda erum talsvert upptekin af ástandinu í Úkraínu og þeim afleiðingum sem stríðið hefur. Í búskap eins og okkar skipta aðföng gríðarlegu máli, hvort sem þau eru í formi korns eða tilbúins fóðurs og það sem veldur okkur mestum áhyggjum.“

Aðföng og matvælaverð

„Annað sem er þessu tengt er innlend kornrækt sem við munum fylgjast með og taka þátt í umræðum um ef til kemur enda slík ræktun mikilvæg að okkar mati.

Eins og staðan er í dag ýtir umræðan um aðföng öllu öðru til hliðar að mínu mati enda gríðarlega mikilvægt mál og áhyggjuefni að ef aðföng hækka í verði mun matvælaverð hækka í kjölfarið,“
segir Stefán.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...