Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Umráðamaður hrossa
Fréttir 26. apríl 2016

Umráðamaður hrossa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bætt hefur verið inn nýrri skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, en það er skráning á umráðamanni hvers hests.

Á heimasíðu Mast segir að samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald (framkvæmdarreglugerð (EU) nr. 2015/262) og vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf hér að landi er nauðsynlegt að taka upp skráningu á umráðamanni hrossa. Umráðamaður hestsins er alltaf einn aðili og er í raun umsjónarmaður hestsins. Umráðamaður er í flestum tilvikum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á þessu:

• Ef margir eru skráðir eigendur þá þurfa eigendur að senda inn tilkynningu um skráningu á einum umráðamanni (Enginn er skráður umráðamaður hrossa í eigu fleiri en eins aðila fyrr en eigendur hafa sent inn tilkynningu, eða skráð í heimarétt, hver sé umráðamaður hrossins).
• Ef skráður eigandi er undir lögaldri – Þá þarf einnig að senda inn tilkynningu um skráningu á umráðamanni.
• Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið – t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi.
• Rétt er að taka fram að ef um eigendaskipti er að ræða á hestinum, verður hinn nýji eigandi sjálfkrafa skráður umráðamaður ef atriðin að ofan eiga ekki við.


Þá verður það á ábyrgð umráðamanns að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum á hverju hausti. Í því felst að skrá eða bera ábyrgð á skráningu um afdrif hrossa, fyljun og folaldaskráningu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umráð yfir. Jafnframt verður gert auðveldara að skila inn haustskýrslu til Matvælastofnunar í gegnum heimarétt WorldFengs og verður það á ábyrgð umráðamanns. Með þessu móti er best tryggt að gert sé rétt grein fyrir öllum hrossum í landinu við búfjáreftirlit í samræmi við lög um búfjárhald.

Rétt er að undirstrika ábyrgð umráðamanns í samræmi lög og reglur þar um. Þannig ber umráðamaður ábyrgð á umhirðu hestsins, fóðrun, einstaklingsmerkingu og er tengiliður sem haft er samband vegna fyrrgreindra atriða. Rétt er að benda á að umráðamaður getur ekki sýslað með hestinn að öðru leiti (haft til dæmis eigendaskipti á hestinum eða sett í sláturhús) nema hann sé einnig skráður eigandi. 

Skylt efni: Mast | Hestar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...