Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umhverfisskóli Íslands
Skoðun 16. febrúar 2022

Umhverfisskóli Íslands

Höfundur: Brandur Gíslason

Umhverfið byrjar utan dyra heima hjá okkur, við leik,- grunn- og framhaldsskóla. Umhverfið er jú allt utandyra og þar kemur garðyrkja mest í nærumhverfinu en einnig í fjærumhverfi.

Þess vegna er rétt að skoða Reyki sem umhverfisskóla í stóra samhenginu.

Landsvæði Reykja og allt umhverfi í Ölfusi er mjög fjölbreytilegt, Hengilssvæðið til norðurs með öllum sínum jarðhita, hraunin á Hellisheiði í vesturátt, votlendi og sandar með fjölskrúðugu fuglalífi í suðurátt.

Undanfarin 60 ár hefur verið unnið ötullega að uppgræðslu allt frá Ölfusárósum að Krísuvík og nú á síðustu árum mikil skógræktaráform vestan Þorlákshafnar. Á Hengilssvæðinu öllu allt að Þingvallavatni er stöðugt unnið að bættu aðgengi ferðafólks með náttúruverndarsjónarmið að leiðarljósi.

Við ræðum stöðugt um grænni framtíð en hvernig og hvar getum við gert þetta að veruleika. Hver er framtíðarsýn okkar í umhverfismenntamálum?

Brandur Gíslason.

Eru Reykir í Ölfusi ekki besta lausnin?

Umhverfisskóli hefur mjög víðtækt starfssvið og að honum kæmu mörg ráðuneyti.

Umhverfisráðuneytið í broddi fylkingar síðan landbúnaðar-, iðnaðar- og menntamálaráðuneytið. Sem sagt, þetta er ekki bara málefni land­búnaðar og alls ekki á þann hátt sem nú er. Þetta er samstarfsverkefni okkar allra.
Góð leið er sjálfseignarstofnun með aðkomu ríkisstofnana, SÍ, SA, Fit og Bændasamtaka Íslands. Sú stofnun fengi landsvæði og húsakost á Reykjum afhent og annaðist allan daglegan rekstur með umhverfisráðuneytið fremst í flokki.

Þá er garðyrkjan meginhluti starfsins.

Hvað er garðyrkja?

Ræktun, skrúðgarðabygging, blóma­skreytingar, skógrækt og land­græðsla en einnig alls konar umhverfis­fræðsla. Skoðum þá hlið.

Í skólum menntum við skóla- og félagsliða, bætum við umhverfis­liðanámi.

Fræðsla um nærumhverfið verður að byrja í leikskólum og á að halda áfram upp í gegnum allt skólakerfið. Umhverfisliðanám færir okkur verðmæta starfskrafta og er í leiðinni aðfararnám inn í framhaldsnám t.d. í garðyrkju og alls konar framhaldsnám í tækni- og vísindagreinum.

Ungt fólk er ekki alltaf tilbúið að velja sér frekara nám. Það gæti tekið þennan grunn og haldið áfram að bæta við sig og endað jafnvel með háskólagráðu.

Við höfum dæmi um þetta í Bættu um betur. Fjölmargir sem hófu nám þar eru nú komnir með mikla menntun. Það fólk er mjög verðmætt inn í iðn- og tæknigreinar með mikla starfsreynslu í grunninn.

Hvað með húsakost?

Þær ríkisstofnanir sem tengjast þessu eru með starfsstöðvar um allt land. Sumar gætu að miklu leyti flutt sig að Reykjum, aðrar að hluta til.

Helstu kostir: Sameiginleg aðalskrifstofa, dreifing kennslu- og fræðsluefnis, sameiginlegt tölvuver, sameiginleg aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi, athvarf fyrir fólk í framhaldsnám, rannsóknir og vísindaskrif. Athvarf fyrir alls konar námskeið og endurmenntun.

Hvað með kostnað?

Til er samanburður á kostnaði pr. nemanda í bók- eða verknámi í fjölbrautaskólum. Það eru fleiri í bóknámi en stefnan er jú að fjölga nemum í iðnnámi og gera það aðgengilegra, þar kemur Umhverfisliðaleiðin sterk inn. Fjölgun á þessu sviði lækkar kostnað á nemanda.

En húsakynnin?

HÍ fékk 5 til 6 milljarða króna til að kaupa Hótel Sögu. Landbúnaðar­háskóli Íslands fékk peninga til að kaupa Miðfossa. Hvað þurfum við marga milljarða til að byggja glæsilega aðstöðu að Reykjum?

Nýtt upphaf í sátt og samlyndi

Ágætu alþingismenn, takið á þessu. Það verður að nást sátt um Garðyrkjuskólann að Reykjum. Framkoma háskólaráðs er algjörlega ólíðandi og bein aðför að iðnnámi á Íslandi. Starfsfólk skólans býr við stöðugt einelti sem hefur jafnvel versnað með aðkomu eftir að mannauðsstjóri hóf störf. Hefjum Reyki til vegs og virðingar svo eftir verði tekið um allan heim.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f