Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bíllinn í Öxnadalnum er þarna 70–100 metra fyrir framan.
Bíllinn í Öxnadalnum er þarna 70–100 metra fyrir framan.
Mynd / HLJ
Fréttir 25. febrúar 2019

Umferðin og hætturnar sem henni fylgja

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á hverju ári látast yfir 2,5 milljónir manns í umferðarslysum um heim allan og af þeim fjölda eru um 800.000 börn undir 12 ára aldri. Út frá þessum tölum vinna bílaframleiðendur og reyna með öllum ráðum og tilheyrandi kostnaði að hanna bílana sína eins örugga og hægt er. 
 
Staðreyndin er sú að í flestum umferðarslysum er það ökumaðurinn sem er orsök slyssins. Mörg af þessum slysum hefði verið auðvelt að forðast með smá vinnu og heilbrigðri skynsemi. Síðastliðin 10 ár hafa látist í íslenskri umferð að meðaltali 12,3 árlega og síðustu 3 ár töluvert yfir meðaltali.
 
Þegar bíllinn er skafinn á morgnana þarf að skafa og hreinsa allt af bílnum
 
Þegar tölur um umferð eru skoðaðar, ástand vega og merkingar má sennilega fullyrða að við séum heppin að umferðin og ástand vega taki ekki fleiri líf. Mest er áberandi forvarnir yfir sumartímann, en sárlega vantar meiri fræðslu um vetrarakstur og þá staðreynd að sólin er lágt á lofti og blindar margan ökumanninn. Fræðsla eins og um það hversu áríðandi sé að allar rúður séu hreinar er vanmetin. Það að á köldum morgnum séu bílar í umferðinni með nánast óskafaðar rúður er gjörsamlega óafsakanlegt.
 
Fyrir nokkrum dögum gerði nokkurra gráðu hita í Reykjavíkurumferðinni og varð ég vitni að því að tveir bílar hlið við hlið stoppuðu á rauðu ljósi á Miklubrautinni og nærri fet á þykkt snjórinn af þaki beggja bílanna rann fram og byrgði þeim algjörlega sýn. Þetta tafði umferðina í smá tíma, en þeir sem þetta sáu gleyma þessu seint og skafa örugglega snjóinn af þaki bíla sinna fyrir næstu hláku.
 
Sólin lágt á þessum tíma árs
 
Á þessum tíma árs á góðviðrisdögum þegar sólin skín getur verið erfitt að vera í umferðinni. Sólin getur verið versti óvinur þeirra sem eru með skítugar rúður og rispaðar og því er það ágætis ávani að vera með þurran klút til að strjúka fínt ryk af rúðum á morgnana áður en farið er út í umferðina og einnig að passa vel upp á að þurrkublöðin séu í lagi og nægur vökvi á rúðupissinu. Sjálfur legg ég mikið upp úr því sem atvinnubílstjóri að vera alltaf með hliðarrúður og spegla nýbónaða því að ég gæti aldrei fyrirgefið sjálfum mér ef ég mundi lenda í slysi vegna skítugra spegla og hliðarrúðna.
 
Afturljósin verða að vera kveikt, annað er stórhættulegt
 
Þegar ferðast er á milli landshluta á þessum tíma árs er ekki óalgengt að ekið sé yfir fjallvegi þar sem er mikill lágskafrenningur og snjófjúk. Á þessum leiðum er hreinlega lífsnauðsynlegt við þannig aðstæður að allir bílar séu með afturljósin kveikt og helst skæra þokuljósið líka.
 
Ef einhver ekur fram á aftur­ljósalausa bíla þá endilega að blikka þá aftanfrá í þeirri von um að stjórnandinn átti sig á því að hann sé ljóslaus að aftan og ekki bara á fjallvegum. Heldur alltaf ef ekið er fram á afturljósalausan bíl ætt alltaf að blikka hann með háuljósunum í þeirri von að ökumaðurinn átti sig á ljósleysinu og hættunni sem hann er að skapa sér og öðrum í umferðinni.
 
Komnir til Akureyrar, en ég sá oftar hvíta sendibílinn í Öxnadalnum en þann rauða sem kveikti ekki ljósin fyrr en stuttu fyrir myndatökuna.
 
Margir gera sér ekki greinfyrir hættunni sem stafar af ljósleysi að aftan
 
Að vera ljóslaus að aftan á litlum bíl í lágskafrenningi er einfaldlega stórhættulegt ef að hár vöru- eða flutningabíll sem er með ökumanninn fyrir ofan skafrenninginn og hann sér vel niður á stikurnar er sá ökumaður nokkuð viss um stöðu sína á veginum og keyrir oft of hratt miðað við aðstæður, en skyndilega verður hann var við hvíta þúst á veginum sem ekur mun hægar. Þá er hans eina lausn til að forða slysi að keyra út af veginum vitandi það að það gæti kostað hann upp undir eina milljón að ná bílnum upp úr skaflinum á veginn aftur. 
 
Fyrir rúmri viku fór ég norður í land og á leiðinni yfir Öxnadalsheiði varð ég var við að um 70 til 100 metra fyrir framan mig var bíll, samt sá ég aldrei nein afturljós, en stundum sá ég í rauðan toppinn á bílnum. Niður allan Öxnadalinn tók ég eftir að bílarnir sem á móti þessum bíl óku voru að blikka ljósunum á þennan bíl og það var ekki fyrr en við áttum um 20 km eftir á Akureyri að ég sá fyrst ljós aftan á þessum bíl. Hins vegar sá ég nokkrum sinnum í afturljósin á hvíta bílnum sem var um 100 metra fyrir framan þennan rauða bíl á þessari leið.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...