Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári
Fréttir 15. desember 2020

Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr hjólreiða og göngustígur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi, en hann mun í framtíðinni tengjast stígakerfum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, ná frá bæjarmörkum við Akureyri, yfir Leirubrú og að Garðsvík þar sem hreppsmörk eru í norðri.

Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að þegar sé búið að vinna tillögur að legu stígsins eftir ströndinni. Hönnunargögn liggi fyrir en eftir sé að ákveða og fastsetja legu stígsins og fullhanna hann út frá því. Þá á eftir að endurskoða fjárhagsáætlanir og semja við landeigendur. 

Vegagerðin hefur óskað eftir áfangaskiptingu verksins. Þeir verða þrír, einn liggur frá Leirubrú við Akureyri að Vaðlaheiðagöngum, annar frá göngunum og að Svalbarðseyri og sá þriðji liggur þaðan og að Garðsvík. Björg segir ekki ákveðið á hvaða áfanga verði byrjað en líkur á að nyrsti hlutinn frá Svalbarðseyri og að Garðsvík verði síðastur í röðinni.

Með nýjum göngu- og hjólastíg flyst umferð gangandi og hjólandi fólks af umferðaþungum og hættulegum vegarkafla í Eyjafirði.

Hjólandi umferð af þjóðveginum

Björg segir þeim fjölga mjög sem hjóla sér til heilsubótar. 

„Við sjáum kippinn sem kom í umferð gangandi og hjólandi fólks þegar stígurinn fram að Hrafnagili var tekin í notkun og allir íbúar á svæðinu geta nýtt sér til útivistar. Við verðum líka vör við vaxandi umferð hjólreiðamanna ár frá ári. Með göngu og hjólastíg fáum við hjólandi umferð af erfiðum þjóðvegi og gefum gangandi vegfarendum tækifæri á að njóta náttúru og útivistar,“ segir hún.  „Fyrst og fremst eru stígarnir gerðir fyrir heimamenn og íbúa í nágrannasveitarfélögum en nýtist augljóslega fyrir aðra gesti og ferðamenn.“  

Stefnt er að því að ganga frá samningum við landeigendur og Vegagerð fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Björg segir að í millitíðinni hafi verið unnið að gönguleiðum innan Svalbarðseyrar, meðfram stöndinni og nú sé verið að vinna kort þar sem gestir geti séð hvar hentugt er að leggja bifreiðum, hvar sé að finna borð og bekki, hversu langar gönguleiðir séu og hvað markvert ber fyrir auga á leiðinni.

Fyrr í sumar samþykkti sveitarstjórn Hörgársveitar að hefja undirbúning að göngu og hjólastíg frá Lónsbakka við sveitarfélagamörkin við Akureyri og að Þelamerkurskóla. Samþykktin var gerð í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar. Hjólreiðafólk getur því hlakkað til að bruna á góðum stíg frá Þelamörk og út að Garðsvík einn góðan veðurdag innan fárra ára. Þá má geta þess að sumarið 2018 var tekin í notkun 7,5 kílómetra langur göngu og hjólastígur sem liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagilshverfi að bæjarmörkum Akureyrar og er hann mjög mikið notaður. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...