Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Færeyskt skerpikjöt.
Færeyskt skerpikjöt.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 24. janúar 2024

Um skerpikjöt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrsta vísindagrein sem birt er um færeyskt vindþurrkað skerpikjöt fjallar um tegundafjölbreytileika baktería og sveppa í kjötinu.

Í alþjóðlega vísindatímaritinu International Journal of Food Microbiology birtist ekki alls fyrir löngu greinumskerpikjöteftirEyðfinn Magnussen og Svein-Ole Mikalsen, vísindamenn við náttúruvísindadeild Fróðskaparsetursins í Færeyjum.

Greinin ber nafnið „Bacterial species diversity of traditionally ripened sheep legs from the Faroe Islands (skerpikjøt)“. Er fjallað um bakteríu- og sveppaflóru skerpikjötsins en hún fer mjög eftir því t.d. hversu hlýtt er í veðri þegar kjötið er hengt í hjall og á meðan þurrkun stendur, hvort sem er inni í kjötbitunum eða utan á þeim. Þetta skiptir verulegu máli fyrir bragðgæði kjötsins þegar ákjósanlegri þurrkun er náð. Bragðið verði betra sé skerpikjötið sett í hjall í hlýju veðri og hafi þá bakteríur og sveppir ákjósanlegri skilyrði til að dafna.

Rannsakað var kjöt úr Kollafirði, Oyndafirði og úr Höfn. Vakti athygli vísindamannanna hversu mismunandi bakteríu- og sveppaflóran var í kjöti eftir stöðum. Mætti jafnvel nýta þær upplýsingar til vöruþróunar.

Margt er enn óljóst varðandi þann mismun sem verður á bragðgæðum skerpikjöts eftir stöðum og aðstæðum og einnig er ekki að fullu ljóst hversu mikil örverubreyting verður í kjötinu á leiðinni frá hjalli í frysti og þaðan á borð rannsóknafólks. Kallar þetta á ítarlegri rannsóknir skerpikjötsins.

Að rannsókninni kom einnig vísindafólk frá Kaupmannahafnarháskóla sem einblínir á matvælaöryggi og frá Vrieje-háskóla í Brussel sem sérhæfir sig í örverugreiningu og líftækni matvæla.

Skylt efni: skerpikjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f