Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jens Þórðarson forstjóri Geo Salmo
Jens Þórðarson forstjóri Geo Salmo
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. maí 2025

Um helmingi starfsfólks sagt upp

Höfundur: Þröstur Helgason

Fimm hefur verið sagt upp hjá landeldisfyrirtækinu Geo Salmo í Þorlákshöfn, eða um helmingi starfsfólks. Jens Þórðarson, forstjóri fyrirtækisins, segir ástæðu uppsagnanna fyrst og fremst vera þá að teygst hafi á verkefnum hjá félaginu.

„En undirbúningsvinnu undir framkvæmdir er að mestu lokið. Við höfðum byggt upp frábært teymi á undanförnum árum til þess að leiða uppbyggingu félagsins, en þegar hægir á og uppbygging frestast er ekki réttlætanlegt að viðhalda þeim hópi.“

Mun starfsfólkið verða ráðið aftur?

„Teymi GeoSalmo hefur verið skipað úrvalsfólki og að sjálfsögðu væri frábært að fá hópinn saman á ný en ég geri ráð fyrir því að þegar kallið kemur verði fólk komið í aðra vinnu, en hafi það áhuga eru dyrnar alltaf opnar.“

Undirbúningi fyrsta áfanga lokið

Jens segir að félagið hafi lokið öllum undirbúningi fyrir uppbyggingu fyrsta áfanga fiskeldisstöðvar sinnar í Þorlákshöfn. „Þar með talið höfum við tryggt okkur fiskeldissérfræðinga í sérflokki, öll leyfi og þau aðföng (sér í lagi orku) sem nauðsynleg eru til rekstrarins. Eins hefur félagið lokið verkfræðihönnun fiskeldisstöðvarinnar í samstarfi við leiðandi aðila á því sviði, Artec Aqua í Noregi. Eins er félagið í fullum gangi að vinna að uppbyggingu seiðastöðvar félagsins á Laugum í Landsveit og stefnt er að því að rekstur þar hefjist í haust. Því er fyrirtækið nú tilbúið að hefja uppbyggingu áframeldisstöðvar sinnar.“

13 milljarða vantar

Jens segir að fjármagnsmarkaðir hafi verið hægir en hluthafar félagsins hafi staðið þétt við bakið á því og félagið hefur einnig tryggt sér lánsfjármagn til verkefnisins. „Stjórnendur félagsins vinna nú að hlutafjáraukningu þar sem markmiðið er að geta lokið fyrsta áfanga fiskeldisstöðvarinnar þar sem framleiða á 7.800 tonn af laxi árlega.“

Hvað vantar mikið fjármagn til þess að halda áfram?

„Heildarfjárþörf í verkefninu er um 30 milljarðar króna, en þar af vantar um 13 milljarða til að ljúka fjármögnun félagsins.“ Innlendir fjárfestar eiga, að sögn Jens, meirihluta í félaginu en í hluthafahóp félagsins eru fimm önnur þjóðerni.

Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist árið 2027 og í fyrsta áfanga verður hún um 7.800 tonn af slægðum laxi árlega. „Félagið hefur tryggt sér leyfi og aðföng fyrir framleiðslu upp undir 25.000 tonn á ársgrundvelli en á lóð félagsins í Þorlákshöfn mætti vel byggja upp frekari starfsemi, allt upp í 90.000 tonna ársframleiðslu,“ segir Jens og enn fremur að útflutningsverðmæti yrðu í fyrsta áfanga um 8–9 milljarðar króna á ári en full starfsemi gæti vel nálgast 100 milljarða í árleg útflutningsverðmæti.

Fjallað er um stöðu og horfur í landeldi á síðu 20 og 21 í blaðinu í dag.

Skylt efni: GeoSalmo

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...