Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta.
Fréttir 21. nóvember 2022

Um 70 bú munu ekki ná að fylla mjólkurkvótann

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Miðað við tölur í byrjun október stefnir í að 68 bú muni ekki fullnýta framleiðslurétt sinn.

Á fyrsta haustfundi nautgripa­bænda BÍ 10. nóvember sl. kom fram að ekki öll kúabú muni framleiða jafnmikla mjólk og greiðslumark þeirra er. Þetta er byggt á tölum matvælaráðuneytisins eftir uppgjör í lok október. Miðað við meðalframleiðslu í nóvember og desember má gera ráð fyrir að þetta verði 68 bú.

Þessar tölur eru góðar í samanburði við árið 2021, þar sem 220 kúabú fullnýttu ekki greiðslumarkið sitt. Stærstur hluti þeirra búa, eða 136, var einum til 20.000 lítrum frá markinu og 60 bú vantaði 20–50 þúsund lítra upp á sett takmark. Athygli vekur að sex bú sátu á algjörlega ónýttum framleiðslurétti árið 2021.

Heildarframleiðslan yfir landið allt stefnir þó í að vera nokkuð nálægt heildargreiðslumarki ársins 2022. Miðað við tölur eftir uppgjörið í október voru 22,3 milljón lítrar ómjólkaðir af 146.500.000 sem stefnt er að.

Skylt efni: greiðslumark

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f