Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
Fréttir 28. júní 2017

Um 500 manns mætt í Borgarnes á fyrsta degi Fjórðungsmóts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjórðungsmót Vesturlands hófst í Borgarnesi í morgun og stendur til sunnudags. Veður er milt segir Ámundi Sigurðsson framkvæmdastjóri mótins, 16 stiga hiti og skúraleiðingar.

Um 500 manns eru nú þegar komnir til að fylgjast með fyrstu dagskráliðum að sögn Ámunda. Mótið fer fram á tveimur völlum. Á aðalvelli hófst morgunin á forkeppni í ungmennaflokki. Eftir hádegi fer fram forkeppni í tölti fyrir 17 ára og yngri og kl. 14 hefst forkeppni í B-flokki gæðinga.

Á nýuppgerðum kynbótavelli fara fram kynbótasýningar á hryssum í dag. Ámundi segir völlinn standast allar væntingar. „Við prufukeyrðum hann í forskoðun í vor. Knapar hafa lýst ánægju sinni á honum en það mun vera gott að sýna í báðar áttir. Þessi braut var ein sú allra vinsælasta á árum áður, hér voru sýnd mörg hross og Íslandsmet slegin. Ég vona að þetta geti orðið ein besta kynbótabraut á landinu,” segir Ámundi.

Streymt er beint frá Fjórðungsmóti Vesturlands í gegnum vef Landssambands hestamannafélaga.  Gegn 4.990 kr. gjaldi er hægt er því að fylgjast með báðum völlum mótsins á meðan á því stendur með því að smella hér.

Aðgangseyrir inn á keppnisvæðið er 2.500 kr. sem gildir alla daganna og búast aðstandendur mótsins við að um 2.000-2.500 manns leggi leið sína í Borgarnes um helgina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...