Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Veðrið lék við bæði hesta og menn í Laufskálaréttum en um 400 hross eru rekin þangað frá Kolbeinsdal.
Veðrið lék við bæði hesta og menn í Laufskálaréttum en um 400 hross eru rekin þangað frá Kolbeinsdal.
Mynd / Henk Peterse
Fréttir 5. október 2023

Um 500 manns á hesti

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ein stærsta stóðrétt landsins fór fram síðastliðna helgi, laugardaginn 30. september.

Bergur Gunnarsson.
Mynd Freydís Bergsdóttir

Stóðrekstrarstjóri var Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum og Bergur Gunnarsson á Narfastöðum hafði yfirumsjón með réttarstörfum.

Bændablaðið ræddi við Berg Gunnarsson sem sagði að allt hafi tekist með miklum ágætum. „Veðrið lék við okkur, það var algjörlega frábært, og rekstrarstörf gengu vel. Í góðu veðri eru allir rólegir og slakir, bæði hestar og menn. Reksturinn gekk vel en í heildina eru þetta um 400 hross, sem skiptist í um 300 fullorðin hross og 100 folöld, sem rekin eru frá Kolbeinsdal og niður í Laufskálarétt.“

Bergur segir að í ár hafi metfjöldi fólks tekið þátt í rekstrarstörfum og riðið með rekstrinum.

„Við smölunina töldum við tæplega 500 manns sem mættu á hesti, en það er með því mesta sem verið hefur. Þetta er blandaður hópur knapa, bæði eru þarna eigendur sem eru að sækja sín hross úr dalnum og fólk sem tengist þeim en það eru um 20 bæir sem nýta sér afréttina þó fleiri eigi rétt á upprekstri. Svo er einnig töluverður fjöldi sem mætir í gegnum hestatengda ferðaþjónustu, en þó nokkur fyrirtæki bjóða upp á ferðir tengdum Laufskálaréttum.“

Bergur segir að Laufskála­réttarhelgin sé ein stærsta helgin í Skagafirði ár hvert. „Það er gaman að sjá hvað hesturinn hefur mikið aðdráttarafl en á föstudagskvöld mættu um 800 manns á reiðhallarsýningu í Svaðastaðahöllinni, en sýningin er haldin í tengslum við Laufskálaréttir. Á laugardeginum töldum við svo að um 2.500 manns hefðu komið í réttirnar meðan að réttarstörf stóðu yfir, sem er með mesta móti. Allt gekk þetta vel og slysalaust fyrir sig,“ segir Bergur að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...