Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum
Fréttir 6. mars 2019

Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði frá Þykkvabæjarkartöflum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álfur brugghús bruggar bjór úr íslensku kartöfluhýði og byggi. Um 50% hráefnisins er kartöfluhýði sem fæst úr Þykkvabæjarkartöflum. Fjórar gerðir eru komnar á markað og sú fjórða væntanleg.

Haukur Páll Finnsson segir að auk hans standi Bára Hlín Kristjánsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen að baki hugmyndinni að Álfi brugghúsi.

„Álfur er afrakstur frumkvöðla og starfsstöðvarverkefnis sem varð til fyrir rúmu ári og er nú orðið að veruleika. Hugmyndin varð til í kringum umræður um bjór, bjórdrykkju og matarsóun og hvernig megi draga úr henni. Faðir minn, sem er eigandi Þykkvabæjar, sagði einu sinni við mig að hann vissi til þess að það væri hægt að brugga bjór úr kartöflum og að í sinni framleiðslu félli til talsvert af kartöfluhýði sem gaman væri að geta nýtt á annan hátt en að dreifa því á sanda til landgræðslu.“

Kartöfluhýði og bygg

„Eins og er nýtum við hluta þess kartöfluhýðis sem fellur til hjá Þykkvabæjar í framleiðsluna hjá okkur. Það tók okkur um ár að finna bestu aðferðina til að vinna sterkju úr hýðinu með byggi en það er gert til að fá ensím úr byggi í framleiðsluna. Meðal þeirra afbrigða að humlum sem Álfur notar eru citra, cascade og loral.

Brugghúsið er í Kópavogi og sem stendur erum við að framleiða um 500 lítra á viku og er bjórinn fáanlegur á tveimur börum í Reykjavík og sá þriðji á leiðinni inn.“

Álfur er framleiddur í nokkrum útgáfum og styrkleikum. Búálfur hvítöl er 6%, Húsálfur Pale er 5% og Blómaálfur Saison er 4,7%, auk þess sem unnið er að gerð Ljósálfs Lager sem verður 4,7%

Bara á kútum

Haukur segir að viðtökurnar séu góðar og betri en hann hefði þorað að vona. „Strax fyrstu dagana seldust fullt af kútum og mikið um hrós fyrir góðan bjór. Sem stendur er bjórinn einungis fáanlegur á kútum en við stefnum á að koma takmörkuðu magni af Álfi á flöskum í Vínbúðir.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...