Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á Íslandi á síðustu árum.
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósenta fækkun sauðfjár á milli ára, úr tæplega 386 þúsund niður í rúmlega 366 þúsund fjár.

Um 95 prósent sauðfjárbúa hafa skilað haustskýrslum fyrir síðasta ár miðað við skil árið 2021.

Í upplýsingum ráðuneytisins kemur fram að ætla megi að hlutfall þeirra sem hafa þegar skilað skýrslum sé enn hærra, ef tekið er tillit til þeirra sem eru hættir frá fyrra ári.

Fullorðnum ám fækkar úr rúmum 301 þúsund niður í rúm 288 þúsund. Ásettum lambgimbrum úr rúmum 66 þúsund niður í rúm 60 þúsund, sem gera um níu prósenta fækkun.

Eftirfylgni með skilum á haustskýrslum stendur nú yfir í ráðuneytinu og má gera ráð fyrir að því ljúki um miðjan apríl.
Sögulega þykir það nú tíðindum sæta að sauðfé er færra á landinu en mannfjöldi, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 387.758 íbúar á Íslandi þann 1. janúar 2023.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...