Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun
Mynd / Guðrún Lárusdóttir
Fréttir 23. desember 2019

Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mjólkursöfnun fór víða úr skorðum vegna óveðurs og ófærðar í liðinni viku. Rafmagnsleysi var líka víða um sveitir og hvatti Auðhumla framleiðendur til að hella niður mjólk þar sem kælirof hafði staðið í einhverja stund og ekki náðist að halda stöðugri kælingu þannig að ekki var hægt að treysta á gæði mjólkurinnar.
 
Garðar Eiríksson, framkvæmda­stjóri Auðhumlu, segir enn ekki komið að fullu í ljós hversu miklu magni mjólkur var hellt niður, en einnig verði að horfa til þess hversu mikil töpuð nyt verður þar sem ekki var hægt að mjólka í langan tíma. Garðar segir að innvigtun í liðinni viku hafi verið 43 þúsund lítrum minni en var í vikunni þar á undan. „Minnkunin kemur einungis fram í Húnaþingi og á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu. Annars staðar er eðlileg innvigtun,“ segir hann. 
 
Langur vinnudagur
 
Kristín Halldórsdóttir, rekstrarstjóri hjá MS-Akureyri, segir að ekki hafi þurft að hella niður mjólk á starfssvæðinu vegna ófærðar, en mjólk var þó ekki sótt á miðvikudag í síðustu viku þegar veður var hvað verst. Upplýsingar um hvort mjólk hafi verið hellt niður af öðrum ástæðum liggja ekki fyrir.
 
 „Við náðum að hreinsa svæðið og koma okkur á rétt ról strax á fimmtudeginum. Það var mikið að gera þann dag og síðasti bíll var að koma í hús undir hálf tólf um kvöldið þann daginn, enda var færð víða þá mjög slæm. Það tefur líka mikið að vera margsinnis yfir daginn að keðja á og af,“ segir hún. 
 
Á miðvikudag í liðinni viku var mjólkurvörum ekki dreift í verslanir eða fyrirtæki. „Það var einfaldlega ekki hægt,“ segir Kristín.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f