Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Telja þau að umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þurfi að taka mið af þeirri sérstöðu að þar undir sé frumframleiðsla matvæla og timburs, meðal annars.

Samtökin leggja áherslu á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla sem hafi beina tengingu við skyldur Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda.

Áhrif á afkomu bænda

Bent er á að íslenskir bændur eigi í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafi skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði hafi skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda.

Þessar aðgerðir hafi einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum og hafa Bændasamtökin reiknað út að frá 2005 til 2021hafi náðst tæplega 30 prósent samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs.

Bændasamtökin gera ekki athugasemdir við einstakar aðgerðir í aðgerðaáætluninni. Þau leggja áherslu á að landbúnaðurinn takist óhræddur á við þær áskoranir sem felast í loftslagsmálum.

Mikilvægt sé að fjármögnun aðgerða taki mið af þeim áhrifum sem þær kunna að hafa á afkomu bænda.

Ræktunarland aðgengilegt áfram sem slíkt

Samtökin sjá mikil tækifæri í því að auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Mikilvægt sé að á bak við slíkar aðgerðir séu sannprófaðar aðferðir. Bent er á skógrækt sem þekkta leið til þess. Dæmin sanni að mikil þörf sé fyrir aðkomu stjórnvalda að þeim málaflokki, ekki síst hvað varðar skipulagsmál, enda mikil tækifæri fólgin í skógrækt sem og landgræðslu á rýrum svæðum.

Leggja þau áherslu á að allar aðgerðir, svo sem ræktun skóga og endurheimt votlendis, séu unnar í sátt við matvælaframleiðslu og miðist að því að ræktunarland verði áfram aðgengilegt sem slíkt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...