Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem verður haldin í fjórða sinn á næsta ári, dagana 27. september–3. október.

Ullarvikan er samstarfsverkefni nokkurra aðila í ullariðn á Suðurlandi, en þeir eru eftirfarandi: Ullarverslunin Þingborg, Spunasystur, Uppspuni smáspunaverksmiðja, Hespuhúsið, Feldjárræktendur á Suðurlandi og Íslenska ullarvinnslan.

Innblástur fyrir húfuna kemur úr íslensku Sjónabókinni en þar er að finna safn munstra sem fundist hafa í íslensku handverki, aðallega vefnaði og útsaumi. Munstrið er óvenjulega grafískt og stílhreint ef miðað er við mörg önnur munstur í bókinni og hentar einstaklega vel fyrir prjón.

Húfan er prjónuð úr fínbandi sem heitir Dís og er framleitt hjá Spunaverksmiðjunni Uppspuna. Bandið er úr 100% íslenskri lambsull og er framleitt í mörgum náttúrulegum litaafbrigðum og einnig litað sem býður upp á mikla möguleika litasamspils og einstaklingsáhrif á hönnun húfunnar. Á bandinu er fallegur perlusnúður og glans sem gerir það mjög skemmtilegt að prjóna úr og við þvott blómstrar það mikið sem gefur prjónlesinu fallega áferð, fyllingu og mýkt.

Stærð: Höfuðstærð (ummál) 50 – 60 cm, fyrir meðalkvenhöfuð. Dýpt frá húfukolli að stroffi 20 – 24 cm. Hægt er að hafa áhrif á stærð húfunnar með því að skipta um prjónastærð og/eða fjölga/fækka umferðafjölda á milli munstra og einnig með því að fækka munstureiningum ef prjónað er úr grófara bandi. Munstureining er 18 L og 53 umf.

Band:Dís frá Uppspuna (fínband) 100 % íslensk lambsull eða annað sambærilegt band.

Prjónar og aukahlutir: Hringprjónar 40 cm í stærðum 2 ½ og 3 mm. Sokkaprjónar í sömu stærðum. Prjónamerki, málband, skæri og nál.

Prjónfesta: 32 L = 10 cm í tvíbanda -prjóni á prjóna nr. 3 mm eftir þvott.

Stroff: Fitja upp með lit A 140 L á 40 cm hringprjóna nr. 2 ½ mm. Tengja í hring, SM (byrjun umf). *Prj 2 sl, 2 br*, endurt frá *-* út umf. Prj þar til stroff mælist 3 – 4 cm.

Húfubolur: Umf 1 – útaukningarumf. Prj sl og fjölga L úr 140 í 162 eða um 22 L. Útaukning - *prj 3 L, (auka út um1 L, prj 7 L) 4 x, (auka út um 1 L, prj 6 L) 13 x, (auka út um1 L, prj 7 L) 4 x, auka út um 1 L, prj 3 L* Skipta í prjónastærð 3 mm. Prj eftir Munstri 1, litum raðað að vild. Hægt er að fjölga sléttum umf í munstrinu til að hafa áhrif á hversu djúpur húfubolurinn verður.

Kollur:Þegar búið er að prj munstrið 1 x þá er byrjað að taka úr fyrir kollinum. Prj eftir Munstri 2. Í lokin þegar fáar L eru eftir eru prj 2 L sl sm þar til 9 eða 12 L eru eftir, þessar L eru prj í u.þ.b. 4 - 5 cm langa totu. Í lokin eru síðustu L prj saman og bandið dregið í gegn.

Frágangur: Fela alla enda, brjóta totuna þannig að hún myndi lykkju og sauma við húfukollinn. Lykkjan getur þjónað því hlutverki að hengja upp húfuna á snaga eða á bakpokann í göngutúrnum. Handþvo í heitu vatni með góðri ullarsápu, (passa að hreyfa ekki í vatninu svo húfan þæfist ekki), skola og þurrka.

Skammstafanir 

  • br – brugðin lykkja
  • L – lykkja
  • Litur A – aðallitur
  • Litur B – munsturlitur.
  • prj – prjóna
  • óprj – óprjónuð lykkja.
  • sl – slétt lykkja
  • sm – saman
  • SM – setja merki
  • sty – steypa óprjónuðu lykkju/m yfir prjónaða lykkju.
  • umf – umferð
  • x – sinnum

Nánari upplýsingar um Ullarviku 2026 má finna á www.ullarvikan.is, er nær dregur, auk uppskrifta og fróðleiks frá Ullarvikum síðustu ára.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...