Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október 2024. Ullarvikan er haldin á ýmsum stöðum á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðal miðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg.

Hér birtist fyrsta uppskriftin sem er tengd við Ullarviku og heitir Hölluklútur, hönnun Maju Siska fyrir Ullarvikuna. Innblástur að þessum litla klút er kominn frá Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta okkar, en hún skartaði oft fallegum klútum í aðdraganda kosninga. Þessi litli prjónaði klútur með hekluðum skrautkanti er fljótgerður og hver sem eitthvað kann í prjóni getur spreytt sig á honum. Að auki er hann mjög hlýr að hafa um hálsinn og í kvefi næsta vetrar getur hann komið sér vel. Hægt er að prjóna hann úr nánast hvaða fíngerða bandi sem er, sjá uppskrift.

Allar upplýsingar um Ullarviku er að finna á vefsíðunni www.ullarvikan.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f