Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Smári Hólm Kristófersson og dóttir hans, Alína-Eydís Hólm Smáradóttir.
Smári Hólm Kristófersson og dóttir hans, Alína-Eydís Hólm Smáradóttir.
Fréttir 23. desember 2019

Ullarfituryðvarnir Smára Hólm í stærra húsnæði í Hafnarfirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Smári Hólm Kristófersson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins „Hjá Smára Hólm“, er nú að flytja í nýtt og stærra húsnæði á Suðurhellu í Hafnarfirði til að ryðverja bifreiðar með lanolin fituefni sem unnið er úr sauðfjárull. Að sögn Smára eru sífellt fleiri að uppgötva frábæra ryð- og tæringarvarnareiginleika þessa.
 
Verkstæði Smára hefur verið í frekar þröngu iðnaðarhúsnæði að Rauðhellu 1 í Hafnarfirði. Hann er nú að flytja starfsemina í mun stærra og bjartara húsnæði að Suðurhellu 10. Þarna verður opnað strax eftir áramót. „Loksins getum við þá farið að anna eftirspurn,“ segir Smári.
 
Hann bendir á að lanolin hafi verið grunnefnið í gamla Mjallar­bóninu sem mörgum þótti gefa afbragðs vörn fyrir lakk á bílum. Þessa eiginleika hafi menn verið að uppgötva í Prolan efnunum líka og hafi því jafnvel verið að nota það til að bóna bíla sína. 
 
Viðurkennt í matvælaiðnaði
 
Efnið sem um ræðir kemur frá Prolan á Nýja-Sjálandi, en umboðsaðili Prolan sem Smári skiptir við er Denrex ASP í Danmörku. Hann kynnti þetta m.a. á landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður sem haldin var í Laugardalshöll haustið 2018. 
 
Lanolin ullarolían, sem er lykil­efnið í vörum Prolan, þykir eitthvert albesta ryð- og tæringar­varnarefni sem völ er á. Prolan er líka vottuð NSF vara af Evrópusambandinu sem vistvænt smurefni fyrir matvælaiðnaðinn. Vegna þessa sérstöku skaðleysis eiginleika þá hafa íslenskir bændur sýnt Prolan efnunum áhuga, þar sem óhætt er að nota þau sem ryðvörn á dráttarvélar og önnur tæki án þess að valda skaða í umhverfinu eða á framleiðsluvörum bænda.
 
Lanolin hefur líka verið nefnt ullarvax eða ullarfeiti og myndast í fitukirtlum allra dýra sem hafa ullarfeld. Það er því líka að finna í ull af íslensku sauðfé, en þó í tiltölulega litlu magni. Mun meira af slíkri fitu er í fé sem alið er á heitari slóðum, eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
 
Segir Smári að fjölmargir bændur séu byrjaðir að nota þetta á sinn vélbúnað. Hefur efnið líka notið vinsælda meðal jeppamanna og hafa bifreiðaumboðin líka verið að skoða þetta. Þannig er Smári m.a. að fá glænýjan Mercedes Benz vörubíl til ryðvarnar með Prolan efni.
 
Hvorki hættulegt fólki né skepnum
 
„Prolan er hvorki hættulegt fólki né skepnum. Bændur geta því að skaðlausu úðað þessu efni yfir sínar heyvinnuvélar, dráttarvélar og önnur tæki á haustin.
 
Þá virkar þetta bæði sem smurefni og tæringarvörn. Þó þetta fari á bremsudiska á bílum verða þeir ekki bremsulausir. Bremsudælur sem hætt er við að ryðgi haldast fínar og flottar við að úða á þær Prolani. Þá þarf engar áhyggjur af hafa af gúmmífóðringum, þær skemmast ekki,“  segir Smári. 

Skylt efni: Prolan | lanolin | ullarvax | ullarfeiti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...