Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst
sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júlí 2025

Tvö söguskilti afhjúpuð í Reykjanesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í tilefni af því að öld er liðin síðan steinsteypt sundlaug var byggð í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og níutíu ár frá upphafi skólahalds þar, verða tvö söguskilti afhjúpuð laugardaginn 5. júlí klukkan 15. Aðstandendur verkefnisins bjóða upp á kaffiveitingar.

Söguskiltin eru annars vegar um sundlaugina og hins vegar um skólann og verða þau staðsett á flötinni neðan við skólabyggingarnar. Skiltin eru með QR kóðum sem vísa á vef Reykjaness þar sem hægt er að nálgast ljósmyndir og frekari upplýsingar.

Á söguskiltinu kemur fram að sundkennsla í Reykjanesi hafi hafist í lítilli torflaug árið 1853, en samkvæmt heimildum hafi hún verið grafin 1837. Endurbætur fóru fram á lauginni árið 1890 og 1899, en hún lengd í 20 metra í seinna skiptið. Árið 1906 voru veggir laugarinnar steyptir. Steinsteypt sundlaug var byggð á núverandi stað við Hveravík árið 1925. Fyrst var hún 30 metra löng, en lengd í 50 metra árið 1944.

Um sögu Reykjanesskóla segir á skiltinu að barnaskólinn í Reykjanesi hafi verið stofnaður árið 1934 og héraðsskólinn 1937. Fyrsta bygging skólans var teiknuð af Þóri Baldvinssyni og byggð 1934. Þar var jafnframt gistiaðstaða í timburhúsi sem var byggt fyrir nemendur á sundnámskeiðum árið 1930, en það hús brann árið 1941. Þá var byggt nýtt heimavistarhús ofan á hverasvæðinu, en skemmdist timbrið í því út af jarðhitanum og var það rifið. Núverandi byggingar voru reistar á sjöunda og áttunda áratugnum. Héraðsskólinn var lagður niður árið 1991 en í Reykjanesi starfaði barnaskóli til ársins 1996.

Að verkefninu standa Sögumiðlun ehf., ásamt afkomendum Aðalsteins Eiríkssonar og Bjarnveigar Ingimundardóttur, fyrstu skólastjórahjónanna í Reykjanesi, og afkomendum skólastjórahjónanna Páls Aðalsteinssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Styrki veittu Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Háafell, HS Orka og Ísafjarðarbær

Skylt efni: Vestfirðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...