Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Börnin á Heilsuleikskólanum Álfasteini í Hörgársveit sungu við raust þegar því var fagnað að ný viðbygging var tekin í notkun.
Börnin á Heilsuleikskólanum Álfasteini í Hörgársveit sungu við raust þegar því var fagnað að ný viðbygging var tekin í notkun.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Fréttir 15. júlí 2021

Tvisvar sinnum stækkaður á tveimur árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ný 110 fermetra deild var fyrr á árinu tekin í notkun á Heilsu­leikskólanum Álfasteini í Hörgár­sveit. Þetta er þriðja við­bygg­ingin við leikskólann frá því hann var tekinn í notkun árið 1995. Fyrir 5 árum voru 25 börn í leikskólanum og var hann þá um 175 fermetrar að stærð. Nú eru börnin 58 talsins og fermetrarnir orðnir nær 400. Fjölgun barna á leikskólanum er í takt við fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, en þeir nálgast nú óðfluga að verða 700. Nýja viðbyggingin var opnuð upp úr miðjum mars en þá voru aðstæður með þeim hætti í samfélaginu að fögnuðurinn var á lágstemmdum nótum. Nú hefur birt til og ástæða þótti til að bjóða foreldrum, forráðamönnum og öðrum íbúum að gera sér glaðan dag og skoða þá glæsilegu aðstöðu sem boðið er upp á á Álfasteini. Starfsfólk leikskólans er ekki í vafa um að Álfasteinn sé í hópi flottustu og best búnu leikskóla landsins og er stolt af því. Nú starfa 18 manns í leikskólanum.

Samkomusalur með klifurvegg

Fyrir tveimur árum var leikskólinn stækkaður um 110 fermetra, m.a. bætt við einni deild og starfsmannaaðstöðu. Nú var aftur stækkað um 110 fermetra og einnig bætt við nýrri deild sem og rúmgóðum sal þar sem er að finna svið til að nota við samkomur í skólanum og þar er einnig klifurveggur sem börnin hafa gaman af að spreyta sig við. Álfasteinn er heilsuleikskóli, hann er staðsettur rétt norðan við sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrar, stendur skammt ofan við þjóðveginn umlukinn trjágróðri og sveitasælu. Nafnið er dregið af bóndabænum Dvergasteini sem er rétt norðan við Álfastein og einnig stórum steini sem er á leikskólalóðinni, en hann kom upp úr grunninum þegar leikskólinn var byggður.

Læra að bera virðingu fyrir náttúrunni

Einkunnarorð heilsuleikskólans Álfasteins eru „Með sól í hjarta“ og er unnið eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar og jákvæðs aga auk þess að gera verkefni tengd Grænafána Landverndar. Leitast er við í daglegu starfi að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og njóta hennar. Mörg barnanna búa á sveitabæjum og eða í nágrenni við náttúruna og eru þeim oft tamastir leikir sem tengjast náttúrunni og því sem bændasamfélagið býður upp á. Á Álfasteini er áhersla lögð á að viðhalda íslenskum siðum og venjum jafnframt því að opna augu barnanna fyrir fjölmenningu og fjölbreytileika lífsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...