Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Á þessari tölvugerðu mynd frá Vegagerðinni má sjá nýju tvíbreiðu brúna og gömlu brúna, sem verður notuð sem reiðstígur yfir Stóru-Laxá.
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­kvæmda­stjóri Ístaks, skrifuðu nýlega undir verksamning um smíði brúar yfir Stóru-Laxá í Hruna­mannahreppi og Skeiða- og Gnúpverja­hreppi.

Verkið felst í byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegarkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs.
Nýja brúin verður til hliðar við núverandi brú, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum.

Lengd vegkafla er rúmlega 1.000 metrar og lengd reiðstígs rúmir 300 metrar.

Ístak bauð rúma 791 milljón króna í verkið sem var tæplega 82 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi m.a. með fækkun einbreiðra brúa, greiða fyrir umferð af hliðarvegum og auka öryggi hestamanna. Áætluð verklok eru fyrirhuguð 30. september 2022.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, sem skrifuðu undir og handsöluðu samninginn um nýju brúna yfir Stóru-Laxá. Mynd / Vegagerðin

Skylt efni: brýr | Stóra-Laxá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...