Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Slæm einkenni spóluhnýðissýkingar í tómötum.
Fréttir 3. nóvember 2017

Tvennskonar veirusmit í tómatarækt á skömmum tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið tvennskonar veirusmit í tómötum hér á landi á skömmum tíma. Í seinna tilfellinu er um að ræða veirung sem kallast Potato spindle tuber viroid eða spóluhnýðissýking sem getur smitast í kartöflur.

Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu kom fyrr í haust upp veirusýking í tómötum sem kallast Pepino mósaík vírus og sú sú sýking staðfest á flestum tómatabýlum á Suðurlandi.

Staðfest er að önnur sýking Potato spindle tuber viroid hafi verið greind á tómatabýli á Suðurlandi. Potato spindle tuber viroid getur lagst bæði á tómata og kartöflur en Pepino mósaík vírus er bundinn við tómata.

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins greindist PSTV sýkingin nánast fyrir tilviljun við athugun á smiti vegna PMV. Hvorug sýkingin er hættuleg mönnum. 

 

Yfirlýsing frá Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur verið upplýst um tilkynningaskyldan plöntusjúkdóm sem greinst hefur í tómatrækt hérlendis. Sjúkdómurinn nefnist Potato spindle tuber viroid, spóluhnýðissýking, og er um veirung að ræða.

Veirungurinn leggst á kartöflur og tómata og getur valdið afföllum í ræktun. Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum.

Einkenni sýkingar í tómatrækt geta verið mismunandi og fer alvarleiki eftir sýkingarafbrigði. Í sumum tilfellum eru engin einkenni. Einkenna verður yfirleit fyrst vart í efri hluta plöntu þar sem lauf verða gulleit með brúnleitum flekkjum á meðan stærri æðar plöntunnar haldast skærgrænar. Vöxtur laufblaða getur einnig verið takmarkaður. Einkenni geta líka birst á ávöxtum en sýktir ávextir geta verið litlir, dökkgrænir, harðir og vöxtur afbrigðilegur.

Veirungurinn dreifist gjarnan með snertingu og er besta vörnin fólgin í auknu hreinlæti og sóttvörnum. Matvælastofnun beinir því til tómatræktenda að gæta fyllstu varúðar varðandi mögulegt smit og efla sóttvarnir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Jafnframt beinir Matvælastofnun því til kartöfluræktenda að gæta að mögulegu krosssmiti frá einstaklingum og aðföngum sem borið gætu smit úr tómatrækt.

Aðgerðir Matvælastofnunar vegna veirusýkinga í tómatrækt fela í sér leiðbeiningar um sóttvarnir við ræktun, tilmæli um nauðsynleg skref í sóttvörnum, skipulagða rannsókn á sýnum til að greina mögulega sjúkdóma í ræktun auk kortlagningu og greiningu á útbreiðslu.

Matvælastofnun hefur birt leiðbeiningar um hvernig koma skal á sóttvörnum í ræktun og hvetur stofnunin alla ræktendur til að innleiða sem flesta þætti leiðbeininganna eins og fljótt og auðið er.

Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytið mun á næstunni birta reglugerð í Stjórnartíðindum þar sem fjallar er um málið. Hér að neðan má sjá reglugerðina. Matvælastofnun hvetur alla sem málið varðar til að kynna sér reglugerðina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f