Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bárður.
Bárður.
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn í Fjárvís og í nýútkominni Hrútaskrá má finna tvo nýja „feldhrúta“ sem komnir eru á sæðingastöð.

Árni Brynjar Bragason, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að hrútarnir séu ólíkir.

„Annar þeirra, Silfurprúður, kemur úr gamalgrónu ræktuninni á Melhól og dæmdist mjög vel sem lamb, feldlega séð,“ útskýrir Árni.

„Hinn heitir Bárður, en hann er aftur afrakstur sæðinga síðustu ára utan V-Skaft. Fæddur á Bjarnahöfn á Snæfellsnesi þar sem feldfjárrækt hefur aðeins verið reynd en faðir hans er fæddur hjá Ólafi Helga Ólafssyni, frístundabónda í Ólafsvík, sem aðeins er að prófa þessa ræktun líka.“

„Þessi stöðvarhrútur var síðan seldur sem haustlamb að Glitstöðum í Norðurárdal þar sem hann hefur verið að gefa ótrúlega góð feldgæði þó hann sé aðeins 63 prósent af feldfjárættum. Hann er tekinn inn á stöð núna til að fá nýtt blóð að hluta og þá ekki síst hugsaður til nota fyrir stærstu hjarðir feldfjár á Suðurlandi,“ segir Árni enn fremur um Bárð.

Hrútaskráin er nú aðgengileg á vefnum, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um þessa tvo tvo nýju feldhrúta.

Silfurprúður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f