Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Arnþór Helgi Hálfdánarson að glíma við laxinn sem tók langan tíma að landa. Addi gafst ekki upp og náði honum að lokum.
Arnþór Helgi Hálfdánarson að glíma við laxinn sem tók langan tíma að landa. Addi gafst ekki upp og náði honum að lokum.
Mynd / GB
Í deiglunni 16. ágúst 2017

Tveggja tíma barátta við fimm punda lax

Höfundur: Gunnar Bender
„Þetta var gaman en verulega erfitt, en fiskurinn flækti sig utan um steina og þetta var bara slagur“ sagði Arnþór Helgi Hálfdánarson sem var að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum með sex laxa og þann stærsta í ánni  í sumar, 12,6 punda fisk.
 
En sá  síðasti og  minnsti hjá Adda var erfiðastur,  en hann tók í lóninu fyrir ofan mannvirkin í ósnum og flækti sig í grjótgarði fyrir neðan. Baráttan stóð yfir í tvo tíma en Addi gafst alls ekki upp og að lokum þegar minnkaði aðeins í lóninu, náði hann að landa laxinum fyrir neðan eftir mikla og langa baráttu.
 
„Já þessi var erfiður en aðstæður ekki mjög góðar þarna, þetta var langerfiðasti  fiskurinn en sá minnsti sem ég veiddi í ferðinni. Fékk alls  sex laxa og sá stærsti var 12,6 pund. Þetta er skemmtilegt en  veiðisvæðið þarna í Dölunum getur stundum verið erfitt,“ sagði Arnþór Helgi skömmu eftir að hann landaði laxinum erfiða í lóninu.
 
Hollið veiddi 16 laxa og 10 bleikjur, en mikið var að ganga af laxi í vatna-svæðið.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...