Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri
Mynd / Þórgnýr Dýrfjörð
Fréttir 16. júní 2016

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rafbílaeigendur nyðra voru fyrstir til að hlaða bíla sína í nýju stöðvunum en í þeim hópi eru Óskar Þór Vilhjálmsson og Auður Thorberg Jónasdóttir sem búa í Eyjafjarðarsveit og sækja vinnu til Akureyrar, 25 kílómetra leið.
 
 Þau skiptu úr fjórhjóladrifnum bensínbíl yfir í Nissan Leaf, og reyndist hann þeim vel á liðnum vetri. Óskar segir á vefsíðu Akureyrarbæjar, þar sem greint er frá nýju hraðhleðslustöðvunum, að bíllinn sé heitur á morgnana, en eyði vissulega meira rafmagni þegar frostið er komið í 20 stig. Hann fagnar hraðhleðslustöðvunum og segir þær auðvelda rafbílaeigendum lífið, einkum þeim sem fari jafnvel tvisvar á dag til Akureyrar og í heimsóknir til Dalvíkur og í Svarfaðardal. Auk þess sem það sé mikill kostur fyrir veskið að eiga rafbíl skipti aðrir kostir ekki síður máli, enginn útblástur sé frá bílunum og þeir séu hljóðlátir.
 
Vistorka í rafmagnið
 
Vistorka er norðlenskt umhverfis­fyrirtæki sem framleiðir umhverfis­vænt eldsneyti með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið framleiðir metan úr sorpi og lífdísil úr matarolíu, sem annars færi til spillis. Með samstarfinu við ON hefur fyrirtækið nú einnig haslað sér völl á sviði rafvæðingar samgangna. Vistorka er dótturfyrirtæki Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis Akureyrarbæjar og fleiri sveitarfélaga við Eyjafjörð.
 
Dýrmæt reynsla fengist
 
ON hefur verið í forystu við uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla hér á landi. 
Rúm tvö ár eru síðan ON opnaði fyrstu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir dýrmæta reynslu hafa fengist af rekstri þeirra. Lagt hafi verið af stað í þetta tilraunaverkefni fyrir tveimur árum því félagið vilji sjá Íslendinga nýta endurnýjanlega orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Það sé skynsamlegt bæði fyrir veskið og umhverfið.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f