Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tuttugu þúsund dauðar langvíur
Fréttir 25. febrúar 2019

Tuttugu þúsund dauðar langvíur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líf- og fuglafræðingar í Hollandi hafa ekki enn fundið skýringu á dauða um 20 þúsund langvía sem skolað hefur á land eða hafa fundist út af ströndum landsins undanfarnar vikur.

Hundruð veikra fugla eru undir eftirliti dýralækna sem reyna að hlúa að þeim.

Langvíur eyða stórum hluta ævinnar úti á hafi og að sögn hollensks líffræðings hefur annar eins dauði innan stofnsins ekki sést síðan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Helsta skýringin á dauða fuglanna er talin vera slæm veður og eitthvað annað sem menn hafa ekki enn áttað sig á hvað er. Ekki er talið að um mengun sé að ræða en sagt er að fuglarnir séu horaðir og bendir það til fæðuskorts.

Þrátt fyrir að ekki sé talið að mengun hafi valdið dauða fuglanna hefur verið bent á að stórt gámaskip hafi misst 291 gám í hafið 2. janúar síðastliðinn vegna veðurs á þeim slóðum sem fuglarnir halda sig mest.

Búið er að endurheimta stóran hluta gámanna en ríflega fimmtíu er enn saknað og reiknað er með að þeir hafi sokkið til botns. Ekki hefur verið gefið upp hvað gámarnir innihéldu en talið er að hluti þeirra hafi innihaldið efni sem hættuleg eru lífríkinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...