Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Útskriftarnemar af garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði ásamt kennurum. Mynd / Auður Ósk Sigurþórsdóttir.
Fréttir 14. júní 2018

Tuttugu og einn útskrifaðist af garðyrkjubrautum LbhÍ

Brautskráning nemenda af garðyrkjubrautum við Land­búnaðarháskóla Íslands fór fram í Hveragerðiskirkju 26. maí sl. Alls var 21 nemandi brautskráður. 
 
Sjö luku bóklegum hluta í garðyrkjuframleiðslu en námið er þannig upp sett að nemandi klárar tvö ár bókleg á Reykjum í Ölfusi og tekur svo verklegt nám innan greinarinnar. 
 
Fjórtán í skrúðgarðyrkju
 
Níu nemendur luku bóklegu námi í skrúðgarðyrkju og fimm útskrifuðust sem skrúðgarð­yrkjufræðingar en það nám er löggild iðngrein. 
 
Í garðyrkjuframleiðslu hlutu þrír nemendur viðurkenningu. 
 
Þröstur Þórsson hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn á garð- og skógarplöntulínu með 9,61. 
Íris Grétarsdóttir hlaut viður­kenningu fyrir hæstu einkunn af línu lífrænnar ræktunar matjurta með einkunnina 9,59. 
 
Í ylræktun var Ingvari Þorsteinssyni færð viðurkenning fyrir bestan árangur með einkunnina 9,20.
Jóhann Böðvar Skúlason fékk viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn útskrifaðra nema úr bóklegu og verklegu námi á skrúðgarðyrkjubraut en meðaleinkunn hans var 8,6. 
 
Helle Laks fékk viðurkenningu fyrir hæstu einkunn úr bóklegu skrúðgarðyrkjunámi eða 9,75. Hún var einnig dúx skólans að þessu sinni.
 
Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ, og Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar og staðar­haldari á Reykjum, fluttu ávörp og óskuðu nemendum til hamingju með daginn. 
 
Við athöfnina söng Einar Clausen tvö lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...