Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Útskriftarhópur garðyrkjunema 2020.
Fréttir 18. júní 2020

Tuttugu og átta garðyrkjunemar útskrifuðust af sex brautum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Brautskráning 28 nemenda af garð­yrkjubrautum Landbúnaðar­háskóla Íslands fór fram í Hvera­gerðiskirkju laugardaginn 30. maí 2020. Stór hópur fagnaði tímamótunum þótt hafa þurfti takmörk á fjölda gesta og hugað var að sóttvörnum.

Björgvin Örn Eggertsson brautarstjóri stýrði athöfninni og fluttu Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri ávarp.

Vel menntað fagfólk

Nemendum er óskað góðs gengis og velfarnaðar og einkar ánægjulegt að sjá þennan glæsilega hóp sem á framtíðina fyrir sér í garðyrkju á Íslandi enda tækifærin mörg og rík þörf fyrir vel menntað fagfólk í greininni.

Við athöfnina söng Einar Clausen nokkur vel valin lög við undirleik Jóns Kristófers Arnarsonar kennara, á gítar og Ingólfs Guðnasonar brautarstjóra, á bassa.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, dúx, ásamt Guðríði Helgadóttur starfs­menntanámsstjóra.

Útskrift af sex brautum

Nemendur útskrifuðust af sex brautum og voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur á hverri braut fyrir sig. Af blómaskreytingabraut hlaut Íris Hildur Eiríksdóttir verðlaun fyrir bestan árangur. Steinunn Gunnlaugsdóttir af garð- og skógarplöntuframleiðslubraut. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir af braut lífrænnar ræktunar matjurta. Linda María Traustadóttir af ylræktarbraut. Níels Magnús Magnússon af skóg- og náttúrubraut og Benedikt Örvar Smárason af skrúðgarðyrkjubraut.

Dúx Garðyrkjuskólans að þessu sinni var Elínborg Erla Ásgeirsdóttir með einkunnina 9,64 og hlaut hún bókagjöf frá skólanum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f