Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
Fréttir 27. maí 2016

Tún eru víða illa kalin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir og Hörður Kristjánsson
Gríðarlegt kal var í túnum við Búvelli í Aðaldal fyrir þremur árum, kalvorið mikla 2013, og var hraustlega tekið á málum, stór hluti þeirra endurunninn af krafti og með ærnum tilkostnaði.
 
Á milli 70 og 80% túna sem endurunnin voru árið 2013 eru dauð.
 
„Þetta er eitthvað misjafnt, sums staðar ágætt en annars staðar afleitt, og þar sem verst er geri ég ráð fyrir að um 80% túna séu kalin,“ segir Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum.
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, segir að mörg tún séu illa kalin. Um 70–80% af túnum sem endurunnin voru vegna kals 2013 eru dauð. 
 
Dálítið kal í Skriðu
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga, en hann fékk ísáningarvél að láni og hefur farið um tún sín.
 
Þór hefur búið í Skriðu í 25 ár og hafði fyrir árið 2013 ekki þurft að glíma við afleiðingar kals áður.Sum túnanna eru verri nú en var fyrir þremur árum, en í heildina er ástandið betra en þá.
 
Ekki svo slæmt í Dunhaga
 
Nokkurt kal er í túnum Stóra- Dunhaga í Hörgárdal við Eyjafjörð.  
 
„Þetta er ekki svo slæmt hér hjá okkur, við sleppum tiltölulega vel. Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga.
 
Talsvert kal á Ströndum
 
Mikið kal er í túnum hjá Matthíasi Sævari Lýðssyni og Hafdísi Stur­laugs­dóttir í Húsavík á Ströndum. Hafdís segir að tún þar um slóðir séu víða illa kalin. 
 
„Kalið er mikið og hefur ekki verið meira síðan á kalárunum í kringum 1970. Hjá okkur eru að minnsta kosti 9 hektarar mjög illa farnir. Ekki er víst að allt verði endurræktað. Núna er búið að vinna upp 6 hektara sem voru rifnir upp í fyrra. Gert er ráð fyrir að sá þar rýgresi. Beðið er eftir úttekt til að sjá hve mikið í viðbót verði unnið upp,“ segir Hafdís. 

17 myndir:

Skylt efni: Kal

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...