Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
TTIP-samningagerð mótmælt í Þýskalandi.
TTIP-samningagerð mótmælt í Þýskalandi.
Mynd / DW
Fréttir 9. maí 2016

TTIP-samningagerð mótmælt harðlega í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þúsundir manna úr hópi neytenda og umhverfisverndarsinna í Þýskalandi mótmæltu harðlega í síðustu viku fyrirhuguðum Atlantshafs-viðskipta- og fjárfestingasamningi (Trans-Atlantic Trade and Investment Partnership - TTIP). Einnig var mótmælt svokölluðum CETA samningi milli ESB og Kanada (Comprehensive Economic and Trade Agreement).
 
Þrettánda umferð TTIP-samningagerðarinnar hófst í New York á mánudag. Mikil leynd hefur hvílt yfir samningagerðinni samkvæmt frétt á vefsíðu Deutsche Welle (DW). Hafa fulltrúar löggjafarvaldsins aðeins fengið að sjá drög að þeim samningum sem unnið er að. Þá hafa þingmenn aðeins fengið að kíkja á gögnin í lokuðum herbergjum og er bannað að ræða um þá við sérfræðinga. Í Þýskalandi hefur Angela Merkel barist hart fyrir TTIP- og CETA-samningunum. Þá hefur hún varið af hörku þá leynd sem ríkt hefur við samningagerðina. 
 
Mótmælendur óttast að með þessum samningum eigi að færa fyrirtækjasamsteypum yfirþjóðlegt vald sem skaða muni hagsmuni almennings. Þannig eigi að færa fyrirtækjum vald sem sé æðra valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa almennings. Sömu áhyggjur hafa verið uppi varðandi TIP-samning 12 þjóða við Kyrrahaf. Forseti Bandaríkjanna hefur verið í fararbroddi þeirra þjóðarleiðtoga sem hvatt hafa til samþykktar slíkra samninga. 
 
Mótmælin sem fram fóru síðastliðinn laugardag fóru fram skömmu fyrir komu Barack Obama  Bandaríkjaforseta, sem notaði ferðina líka til að hafa uppi áróður fyrir veru Breta í ESB. Nú styttist í að Bretar kjósi um BREXIT, sem snýst um það hvort landið gangi úr ESB eða ekki. Hefur áróðri Obama verið æði misjafnlega tekið í Bretlandi og þykir sumum Bretum það dæmi um freklega íhlutun Bandaríkjamanna í bresk innanríkismál. 
 
Mótmælin gegn TTIP eru ekki þau fyrstu sem fram fara í Þýskalandi. Í nóvember mótmæltu yfir 100 þúsund manns samningagerðinni á götum Berlínar. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f