Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Mynd / Josh Reid
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Höfundur: Þórdís Bjarnleifsdóttir, skipar 4. Sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.“

Stóra spurning er; hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofni og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds- og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfsstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf sitt líða undir lok með þessum hætti.

Ríkiseignir torvelda nýliðun

Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til að íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. 

Gefum ungum bændum tækifæri

Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskaparhætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið upp á hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“

Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðarmöguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tíminn til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f