Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tryggja þarf nýliðun
Fréttir 8. september 2022

Tryggja þarf nýliðun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fæðuöryggi Íslendinga byggist á því að ungt fólk vilji leggja fyrir sig búskap og bújarðir haldist í byggð.

Meðalaldur starfandi bænda er rétt undir 60 árum og erfitt fyrir ungt fólk að taka við keflinu. Lág afkoma og hár stofnkostnaður verður til þess að fólk leitar í önnur störf. Þrúgandi skattbyrði við sölu á bújörðum verður til þess að framleiðsluréttur og búpeningur er seldur í burtu.

Á jörðum þar sem búskapur hefur verið felldur niður er ólíklegt að nýir aðilar endurreisi matvælaframleiðslu vegna kostnaðar.

„Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða.

Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að,“ segir Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda. Það er undir stjórnvöldum komið hvort hlúa eigi að ungu fólki sem vill stunda búskap. Ekki dugar að lækka þröskuldinn við að kaupa bújarðir, heldur þurfa tekjumöguleikar og félagslegt umhverfi að vera eftirsóknarvert.

Íslendingar þurfa að hafa aðgang að hollum og góðum matvælum sem framleidd eru í nálægð við neytendur. Innlenda landbúnaðarframleiðslu er ekki hægt að reisa við á einni nóttu ef kreppir að. Því er nauðsynlegt að greinin standi alltaf á traustum grunni.

– Sjá nánar á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: nýliðun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...